Fort Smith er iðnaðarborg
og miðstöð vörudreifingar í Arkansasfylki. Þar er talsverð
matvælaframleiðsla og stórir kvikfjármarkaðir. Í grennd
borgarinnar er verndarsvæði í tengslum við Chaffee-virkið. Árið
1975 áttu 25.000 víetnamskir flóttamenn þar samastað um tíma og
snemma á níunda áratugnum dvöldu þar margir innflytjendur frá Kúbu.
Borgin þróaðist í kringum virki, sem var byggt 1817 til að tryggja
frið milli indíánaættkvíslanna Cherokee og Osage. Hershöfðinginn
Thomas A. Smith er nafngjafi borgarinnar. Hann var yfirmaður
herdeildarinnar, sem byggði virkið. Annað virki, sem var byggð
í grenndinni 1838, var yfirgefið 1871. Árið 1875 var fylkisrétti
komið á fót í bænum og Isaac C. Parker, dómari, beitti engum
vettlingatökum í baráttunni við alla lögleysuna og lögbrotin, sem
höfðu viðgengist fram að því. Áætlaður íbúafjöldi árið
1990 var 73 þúsund. |