VARNARMÁL
Landher,
flugher og floti BNA sjá um varnir fylkisins.
Margar norðuramerískar herstöðvar eru á norðurslóðum
vegna þess að stytztu leiðir milli margra höfuðborga heimsins
liggja um heimsskautssvæðið. Í
fylkislögunum eru neyðarákvæði, sem taka gildi, ef hernaðarógnun
vofir yfir. Þau kveða á
um yfirráð alríkisstjórnar á 674.690 km² í norður- og
vesturhlutum fylkisins auk Aleuteyja.
Stjórnstöð
hervarna er í Anchorage.
Alríkisstjórnin lét byggja herflugstöðina í Elmendorf, sem
er einn stærsti flugvöllur heims, og Fort Richardson, höfuðstöðvar
landhersins. Eielson
herflugvöllurinn og Fort Wainwright landherstöðin eru í grennd við
Fairbanks. Landherinn
annast kennslu um og tilraunir með alls konar tæki og tæknibúnað,
sem notaður er á heimsskautasvæðum, í tveimur rannsóknarstofum í
Fort Greely nærri Delta Junction.
Snemmviðvörunarkerfið, DEW (distant early warning), hefur verið
virkt í mörg ár í gegnum gervihnetti og þar að auki radargeisla,
sem geta fylgt yfirborði jarðar (Over the Horizon Backscatter Radar).
FRAMLEIÐSLUVÖRUR
Landbúnaður:
Hey, mjólk (+ afurðir), kartöflur, nautgripir.
Iðnaður: Fiskafurðir (ferskar, frosnar, niðursoðnar
og niðurlagðar), prentun og útgáfustarfs.
Námur: Hráolía, gas, sandur og möl, gull.
MENNTUN og MENNING
Háskólar:
Alaskaháskóli (11 deildir víða um land), Alaska-Kyrrahafs háskólinn
í Anchorage, Sheldon Jackson
háskólinn í Sitka.
Bókasöfn:
Ríkisbókasafnið í Juneau, Borgarbókasöfn Anchorage,
Háskólabókasafn Alaska í Fairbanks.
Aðalsöfn:
Þjóðminjasafnið í Juneau, Sheldon Jackson safnið í Sitka,
Lista- og sögusafn Anchorage,
Háskólasafnið í Fairbanks. |