Þegar
kom að viðurkenningu Alaska sem fylkis í BNA, var boðað til ráðstefnu
til að semja stjórnarskrá. Hún
var samþykkt af kjósendum árið 1956.
Alríkisþingið samþykkti hana og hældi henni á hvert reipi.
Fylkisstjórinn og varamaður hans eru einu fulltrúar framkvæmdavaldsins,
sem eru kjörnir til fjögurra ára í senn.
Fylkisstjórinn hefur vald til að tilnefna forstöðumenn allra
aðalstofnana fylkisins og dómara.
Stjórnarskráin gerir ráð fyrir 27 kjördæmum eftir fólksfjölda. Fylkisstjóranum er falið að breyta kjördæmaskipan eftir
hvert manntal í BNA. Íbúarnir
getur lagt fram lög og lögleitt með frumkvæðisrétti og samþykkt eða
hafnað frumvörpum með þjóðaratkvæði.
Kjósendur geta fellt kjörna fulltrúa með meirihluta, ef þeim
líkar ekki lengur við þá. Sveitarstórnir
sitja í borgum eða bæjum. Bæjum
er stjórnað af bæjarstjórnum og borgum af borgarstjórnum.
Fjöldi íbúa í sveitarfélagi eða bæ ræður ekki endilega
stjórnarfyrirkomulaginu, heldur starfsemin, sem þar er rekin, s.s. stóriðja.
Alaskabúar hafa ævinlega stutt fulltrúa repúblikana til embættis
forseta ríkjasambandsins, en embætti fylkisstjóra hefur fallið í báðar
áttir.
Stjórnarskráin
tryggir öllum börnum menntun. Það eru grunnskólar í minnstu byggðum. Börnum, sem komast ekki úr sveitinni í skóla í þorpum,
er tryggður bréfaskóli. Sumir
nemendur koma í skólana í bæjunum á nokkurra mánaða fresti til að
skila heimavinnunni og fá viðbótarverkefni.
Rúmlega 800 nemendur taka þátt í bréfaskóla ríkisins.
Háskólinn var stofnaður 1922 í College nærri Fairbanks.
Þar að auki eru háskólar í Anchorage og Juneau.
Háskóladeildir eru líka í Soldotna, Kodiak, Palmer, Bethel,
Kotzebue, Nome, Ketchikan, Valdez og Sitka.
Aðrar menntastofnanir: Sheldon
Jackson menntaskólinn í Sitka, Alaska-Kyrrahafsháskólinn og
Verzlunarháskólinn í Anchorage og Biblíuháskóli Alaska í
Glennallen. |