Alaska söguágrip Bandaríkin,
Flag of United States


ALASKA
SÖGUÁGRIP

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

1728     sannaði Vitus Bering, að Asía og Norður-Ameríka væru aðskilin meginlönd.  Flokksforinginn hans, Aleksei Chirikov, kom fyrstur auga á Alaska og Bering á Eliasfjöll árið 1741.

1774-92   rannsökuðu spænskir leiðangrar vesturströndina.

1778     mældi James Cook, brezkur skipstjóri, strönd Alaska.

1784     reistu Rússar fyrstu byggð sína við Three Saints flóa á Kódíakeyju.  Þeir fluttust til núverandi byggðar á eyjunni 1792.

1791    kortlagði brezki siglingafræðingurinn og skipstjórinn George Vancouver suðausturhorn Alaska.

1799     fólu Rússar Rússnesk-ameríska félaginu verzlun í Alaska.  Alexander Baranow var forstjóri.  Sitkabærinn var stofnaður og félagið hafði aðalstöðvar sínar þar.

1823     hóf séra Ivan Veniaminow trúboð meðal aleuta.

1824-25 var fjöldi rússneskra nýlendna takmarkaður við 54 og reynt að selja BNA og Bretum 40 þeirra.

1867     keyptu BNA Alaska fyrir 7,2 milljónir dollara.

1878     var fyrsta laxaniðursuðan byggð í Klawock.

1884     var Alaskahérað stofnað, höfuðborgin Sitka og landstjóri John H. Kinkead.

1891     flutti séra Sheldon Jackson, trúboði öldungakirkjunnar, inn hreindýr til að hjálpa inúítunum.

1896     fanns gull í Klondike lægðinni við Yukonána í Kanada og í Nome 1899 og í Fairbanks 1902.

1900     var lokið við veginn um Hvítaskarð og Yukonleiðina, veginn milli Skagway og Whitehorse.  Alríkisþingið endurskipulagði stjórn Alaska.  Juneau varð höfuðborg.  Ríkisstjórn flutti 1906.

1903     voru landamærin milli landræmunnar og Kanada endanlega ákveðin.

1906     fékk Alaska fulltrúa á BNA-þing.

1911     urðu BNA aðilar að alþjóðlegum samningi um stjórnun selaveiða á Pribilofeyju o.fl.

1912     Alaskahérað stofnað með Juneau sem höfuðborg.  Eldfjallið Katmai gaus.

1916     fyrsta frumvarp um stofnun fylkis lagt fyrir BNA-þing.

1917     var Mt. McKinley þjóðgarðurinn stofnaður.  Alaskaháskóli stofnaður í College.

1923     var fjórða olíubirgðastöð sjóhersins byggð.  Alaskajárnbrautin fullgerð frá Seward til Fairbanks.

1924     flaug Carl Ben Eielson flokkstjóri fyrsta póstflugið.

1931     var lokið byggingu þinghúss og stjórnsýsluhúss í Juneau.  Juneau opinber höfuðborg 1959.

1935     settust fjölskyldur frá Miðvesturríkjunum að á landbúnaðarsvæðunum í Matanuskadal.

1942     réðust Japanar á Dutch Harbour og lögðu undir sig Attu- og Kiskaeyjar.

1942 - 43    var Alaska hraðbrautin lögð á kostnað alríkisins.  Vegur lagður inn í Kanada 1946.

1943     náðu BNA eyjunum úr höndum Japana.

1946     var ríkjasambandið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í Alaska.

1954     var fyrsta pappírsdeigsverksmiðjan reist í Ketchikan.

1955     var Eklutna orkuverið við Palmer tekið í notkun. Eldsneytispípa hersins milli Haines og Fairbanks.

1956     tók stjórnarskrá Alaska gildi.

1957     fannst olía á Kenaiskaga.  Fyrsta olíuhreinsunarstöðin hóf vinnslu 1963.

1959     varð Alaska 49. fylki BNA.

1964     ollu jarðskjálftar gífurlegum skemmdum.

1967     urðu miklar skemmdir í Fairbanks og Nenana af völdum flóða.

1977     var lokið við olíuleiðsluna (1320 km) milli Prudhoeflóa og Valdez.

1988     eyddu skógareldar geysimiklum skógum.  Alþjóðleg viðleitni til að bjarga tveimur gráhvölum úr ísnum nærri Barrow.  Hópur Alaskabúa heimsótti rússnesku borgina Provideniya og opnuðu þar með landamærin milli BNA og Austur-Sovétríkjanna.

1989     voru fyrri frostmet slegin.  Risaolíuskipið Exxon Valdes strandaði og u.þ.b. 30.000 tonn af hráolíu mengaði hafið, strendur og eyjar í Prince Williamssundi.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM