Alaska umhverfisslys náttúruhamfarir Bandaríkin,
Flag of United States


ALASKA
NÁTTÚRUHAMFARIR - UMHVERFISSLYS
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Hinn 27. marz 1964 reið stærsti jarðskjálfti, sem hefur verið mældur í N.-Ameríku, yfir Suður-Alaska.  Rúmlega 100 manns fórust og eignatjón nam 500 milljónum dollara.  Hluti viðskiptamiðju Anchorage lagðist í rúst og miklar skemmdir urðu umhverfis hennar.  Jarðskjálftinn mældist 9,4 R.

Mesta olíuslys veraldar varð, þegar risaolíuskipið Exxon Valdez strandaði fyrir ströndum Alaska árið 1989 og úr því láku tæplega
42 þúsund tonn af hráolíu
út í Prince Williamssundið.  Olían olli miklum fugladauða og mengun votlendis og strandar og fiskveiðar tók af á stóru svæði um árabil.  Herskari sjálfboðaliða kom til hjálpar en skaðinn var skeður.  Reynt var að fjarlægja eins mikið af olíunni og hægt var og jafnvel Rússar lánuðu sérbúið skip til þeirra verka.

Af vefnum americanscientific.com 19. des. 2003:
Hinn 24. marz 1989 strandaði risaolíuskipið Exxon Valdez í norðanverðu Prins-Vilhjámssundi og úr því láku 42 miljónir lítra af hráolíu, sem menguðu 1990 km strandlengju.  Í upphafi þessa mesta náttúruslyss sögunnar drápust 2000 sæotrar, 302 landselir og u.þ.b. 250 þúsund fuglar.  Núna (19. des. 2003) gætir enn þá mengunar og hún virðist ætla að verða mun afdrifaríkari en upphaflega var áætlað.

Charles H. Peterson við Chapel Hill háskólann í Norður-Karólínu og samstarfsfólk hans söfnuðu og greindu fjölda skýrslna um athuganir á afleiðingum olíumengunarinnar.  Niðurstöðurnar sýna, að víða hefur olían ekki eyðzt á þessum rúmlega 14 árum, heldur mengað gróf djúpsetlög strandlengjunnar, þar sem öldugangur getur ekki blandað hana sjó og örverur og  ljós komast ekki að henni.  Þessi neðanjarðarmengun hefur m.a. valdið stöðugum afföllum laxastofna í ám, þar sem hrogn komas í snertingu við mengunina.  Stór sjávardýr og endur hafa orðið fyrir áhrifum vegna mengaðrar fæðu.  Rannsóknarhópurinn áætlar að áhrifa þessarar mengunar muni gæta a.m.k. næstu þrjátíu árin (til 2033).

Þessar niðurstöður ættu að verða leiðarljós fyrir áhættumat mikilla olíuslysa og viðbragða við þeim.  Þær leiða m.a. í ljós, að hrogn eru mjög viðkvæm fyrir olíumengun, þótt í litlum mæli sé.  Charles H. Peterson segir, að ár hvert fari svipað magn olíu í sjóinn fyrir hverja 50 miljónir íbúa jarðarinnar.

Höfundur greinar:  Sarah Graham.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM