Alaska merkisfólk Bandaríkin,
Flag of United States


ALASKA
MERKISFÓLK

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Alexander Baranov (1746-1819) var rússneskur skinnakaupmaður.  Hann var kaupmaður heima fyrrum og gerði það gott í Síberíu áður en hann fluttist til Alaska 1790.  Þar varð hann forstjóri fyrirtækis, sem varð síðar Rússnesk-ameríska félagið.  Það sá um skinnaverzlunina og stjórnaði nýlendunni.

E.L.Barlett (1904-1968) var blaða- og stjórnmálamaður fæddur í Seattle í Washingtonfylki.  Hann ólst upp í Fairbanks í Alaska og var ritstjóri og blaðamaður fyrir staðarblaðið frá 1924 til 1933.  Árið 1939 varð hann Alaskaráðherra og fimm árum síðar var hann kosinn fulltrúi landsins á alríkisþingið.  Hann beitti áhrifum sínum á þinginu til að Alaska yrði að fylki og varð öldungur árið 1959.  Hann var endurkjörinn 1960 og 1966.

Vitus Bering (1681-1741) var siglingafræðingur, fæddur í Horsens í Danmörku.  Pétur mikli Rússakeisari sendi hann í leiðangur 1728 til að athuga, hvort meginlönd Asíu og Ameríku væru tengd með landbrú.  Hann fann sundið, sem hefur borið nafn hans síðan.  Hann fór í síðari leiðangurinn 1741 og kannaði suðurströnd Alaska og fann Aleuteyjar á bakaleiðinni.  Hann dó eftir að skip hans strandaði við eyjuna, sem ber nafn hans.

Susan Butcher (1954-) er hundasleðakappi, fædd í Cambridge, Mass. 26. des.  Hún fluttist til Alaska 1975, þar sem hún ræktar sleðahunda (huskie).  Árið 1978 keppti hún með hundunum sínum í fyrsta skipti í Iditarod-keppninni og varð í 19. saæti.  Síðan hefur hún tekið þátt í keppninni næstum óslitið og tvisvar komið önnur í mark.  Árið 1986 vann hún á mettíma og næsta ár bætti hún metið og 1988 varð hún fyrst til að vinna þessa keppni þrisvar í röð.

Anthony Dimond (1881-1953) var lögmaður frá Palatine Bridge í New Yorkríki.  Hann fór í gullleit til Alaska 1904.  Níu árum síðar hóf hann lögfræðistörf og varð þingmaður í Alaskahéraði.  Hann var borgarstjóri í Valdez í níu ár.  Árið 1933 varð hann fulltrúi á alríkisþinginu í Washington og 1945 dómari í Anchorage.

William Egan (1914-1984) var  stjórnmálaleiðtogi, fæddur í Valdez í Alaska.  Hann var fulltrúi á þingi Alaska-héraðs 1941-45 og 1947-1953.  Hann var líka fulltrúi í öldungadeildinni í eitt kjörtímabil.  Árið 1958 var hann kjörinn fyrsti landstjóri Alaska og endurkjörinn 1962 og 1970.

Walter Hickel (1919 -) var kaupsýslumaður og embættismaður, fæddur í Ellinwood í Kanada.  Hann fluttist til Alaska 1940 og stofnaði Hickel byggingafyrirtækið 1947.  Hann var í þjóðarnefnd repúblíkana 1954-1964.  Árið 1966 varð hann fyrsti ríkisstjóri repúblíkana.  Þremur árum síðar varð hann innanríkisráðherra í eitt ár.  Hann skrifaði bókina „Hver á Ameríku” 1971.  Hann varð ríkisstjóri aftur 1991 sem óháður.

Bernard R. Hubbard (1888 - 1962) var jesúíti, vísindamaður og fyrirlesari, fæddur í San Francisco í Kaliforníu.  Hann fór fyrst til Alaska til að rannsaka jökla 1927 og síðan í tíu slíka leiðangra.  Hann kynnti sér líka tungumál og siði inúíta og kortlagði mörg landsvæði.  Hann skrifaði bækurnar „Áfram, sleðahundar” (1932) og „Vagga vindanna” (1935).

Sheldon Jackson (1834 - 1909) var trúboði og kennari, fæddur í Minaville í New Yorkríki.  Árin 1859 - 1883 stjórnaði hann trúboði og vígði kirkjur og skóla um allt land.  Hann fór til Alaskahéraðs 1884 og gerði hið sama.  Árið 1891flutti hann hreindýr inn til Alaska.  Hann var fræðslustjóri landsins frá 1885 - 1908 og lagði stofnun Alaskahéraðs lið.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM