Alaska skoðunarvert Bandaríkin,
Flag of United States


ALASKA
ÁHUGAVERÐIR STAÐIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Sjávarleiðin:    Þetta er innanskerja- og eyjaleiðin milli Prince Rupert í Brezku Kólumbíu og Skagway.

Bethel:            Fiskveiði- og loðdýraræktarbær nærri ósum Kuskokwimánni.

Cordova:        Við Prince Williamsund.  Gamlar koparnámur.  Miles- og Childsjöklar.  Eyakvatn.

Denali þjóðgarðurinn:    Milli Fairbanks og Anchorage.  McKinleyfjall, 6.194 m.  Stórjöklar Alaskafjallgarðs.  Einstök fjölbreytni í villdýrafánu: Hreindýr, elgir, grábirnir og brúnbirnir.

Dillingham:               Fiskibær við Bristolflóa, sportveiði á láði og legi.  Gildruveiði.

Jöklaflóaþjóðg.:   Umhverfis Jöklaflóa og Fairweatherfjallgarðinn vestan Juneau.  Muirjökull og fleiri kelfa í sjó.

Haines:             Nærri enda Lynnskurðarins.  Endastöð Haines hraðbrautarinnar.  Fiskveiði.  Danshópar chilkatindíána.

Homer:              Opin kolalög.  Fiskveiði.  Námagröftur.

Katmai þjóðgarðurinn:  Á Alaskaskaga. Katmaifjall gaus 1912. Þúsundreykjadalur. Stærstu brúnbirnir heims.

Malaspinajökull:     Vestan Yakutatflóa.  Allt að 760 m hár.

Matanuskadalur:  Með stærstu landbúnaðarhéruðum Alaska.

Metlakatla:         Samvinnuþorp tsimshianindíána nærri Ketchikan.  Laxniðursuða.  Sögunarmylla.

Nenana:           Mikill ísruðningur í Tananaánni á vorin. Sögufrægur gullgrafarabær.  Handíðir inúíta.

Palmer:            Matanuska Susitna háskólinn.  Kolanámur.  Elgs- og bjarnarveiðar, stangaveiði.  Þjóðhátíð.

Barrowhöfði:            Nyrzti hluti Alaska.  Inúítaþorp.

Pribilofeyja:            Eyrnaselalátur.

Seward:              Íslaus höfn við Resurrectionflóa.  Birgðastöð.  Aðkoman að Kenaiskaga og hálendinu.  Miðstöð þeirra, sem veiða stór dýr.  Laxveiðikeppnir.

Sitka þjóðgarðurinn:   Leifar af indíánavirki, þar sem síðasta orrustan við Rússa var háð.  Minningarsúlur.

Skagway:          Höfn við enda Lynnskurðar.  Endastöð Hvítaskarðs- og Yukonbrautanna.

Takudalur:        48 km langur jökull.  Fiskveiði.

Valdez:             Íslaus höfn.  Kólumbíujöku.  Keystonegljúfur.  Bridal Veilfossar.  Suðurendi Alaska-olíuleiðslunnar.

LANDAMÆRADEILAN
Gullfundurinn í Klondike í Kanada 1896 leiddi til ósættis um landamærin milli BNA og Kanada.  Samningurinn frá 1867 um kaupin á Alaska tiltók, að landamæri suðausturhlutans (landræman) væru 48 km frá ströndinni.  Aðkoman að Klondike var um Lynn Canalfjörð.  Kanadamenn fullyrtu, að landamærin lægju um firðina milli skaganna á milli þeirra, þannig að þessi fjörður væri innan Kanada.  BNA héldu því fram, að þau lægju á bugðóttri línu, sem fylgdi strandlengjunni.  Deilunni var vísað til sameiginlegs gerðardóms, sem var skipaður þremur Bandaríkjamönnum, tveimur Kanadamönnum og einum Breta.  Dómurinn kom saman í London 1903 og komst að niðurstöðu með 4 atkvæðum gegn 2.

ALASKAHRAÐBRAUTIN
Þessi hraðbraut er eina landleiðin milli Alaska og annara hluta BNA.  Lengsti hluti hennar er í Kanada.  Hún hefst í Dawson Creek í Brezku Kólumbíu og liggur 1965 km í norður um B.C. og Yukonhérað og yfir landamæri Alaska.  Þaðan 333 km til Big Delta, þar sem hún tengist Richardson hraðbrautinni og teygist 153 km til Fairbanks.  Heildarvegalengdin frá Dawson Creek til Fairbanks er 2451 km.

Verkfræðingar Bandaríkjahers byggðu hraðbrautina á skömmum tíma til að auðvelda hervarnir Alaska í síðari heimsstyrjöldinni.  Fyrst var hún kölluð Alcanhraðbrautin.  Hún var byggð með samþykki og aðstoð Kanada, en leiðina valdi herráð BNA með tengingu flugvalla í huga og til að auðvelda viðhaldsvinnu við Canol leiðsluna.  Byggingarvinnan hófst í apríl 1942 og bráðabirgðaveginum var lokið 20. nóvember.  Upphafskostn. var 135 milljónir dollara.  Umsjón með Kanadahlutanum var falin Kanadastjórn 1946 og her landsins sér um viðhald brautarinnar.

Þessi þjóðvegur gefur ferðamönnum kost á einhverri fegurstu leið í Norður-Ameríku.  Vegurinn bugðast um endalausa skóga um nokkur hæstu fjallaskörð meginlandsins, fram hjá stórum jöklum og djúpum vötnum.  Hlutar vegarins eru með varanlegu slitlagi en lengsti hlutinn er malavegur (8 m breiður).  Bezt er að vera á ferðinni á sumrin.  Um miðjan júni er búið að gera veginn ökufæran eftir vetrarfrostin og vorleysingar.  Hitinn á daginn getur farið upp í 21°C og dagsbirtu má vænta í allt að 20 tíma.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM