Mobile Alabama Bandaríkin,
Flag of United States


MOBILE
ALABAMA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Mobile er borg í Alabamafylki við árósa Mobileárinnar sem fellur í Mobileflóa.  Hún er eina hafnarborg fylkisins og meðal hinna mikilvægustu í BNA.  Um hana fer gífurlegt magn alls konar vörutegunda, sem er framleitt í fylkinu, pappír, skip, efnavara, trjávara, vefnaður, matvæli, búnaður til geimferða og olíuvörur.  Suður-Alabamaháskólinn var stofnaður 1963, Mobileháskólinn 1961 og Spring Hill miðskólinn 1830.  Yfirbragð borgarinnar er blanda af frönskum og Suðurríkjaáhrifum og er kunn fyrir gamlar byggingar, sem eru margar skreyttar listrænum járnrimlum.  Meðal áhugaverðra staða eru Fort Condé (1720), sem er kirkja frá 1850 í rómönskum stíl og ráðhúsið (1855), sem er í vestur-indískum stíl.  Borgin státar af stórhýsi með leikhúsi og áheyrendasölum, íþróttaleikvangi, safni og borgarskjalasafni.  Mardi Gras-hátíðin er árlegur stórviðburður.

Upphaf byggðar á staðnum er rakin til franskra innflytjenda árið 1702.  Byggðin var flutt á núverandi borgarstæði 1711 eftir stórflóð og var höfuðborg Frönsku-Louisiana til 1718.  Bretar tóku við yfirráðum 1763 og Spánverjar komu til skjalanna 1780.  BNA gerði tilkall til Mobile sem hluta samningsins um kaup Louisiana-svæðisins og gerðu hana að hluta BNA 1813.  Borgin stækkaði á 19. öldinni vegna mikils útflutnings baðmullar.  Nafn hennar er dregið af franska nafninu á indíánum, sem byggðu svæðið snemma á 18. öld.  Áætlaður íbúafjöldi 1980 var 200.500 og 196.300 árið 1990.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM