Huntsville Alabama Bandaríkin,
Flag of United States


HUNTSVILLE
ALABAMA

.

.

Utanríkisrnt.

Huntsville er miðstöð verzlunar, viðskipta og vörudreifingar í Alabama.  Borgin varð mikilvæg miðstöð rannsóka á sviði geimferða og hernaðar og iðnaðar eftir 1950.  Meðal veigamikilla miðstöðva við Redstone Arsenal (vopnabúr), rétt utan borgarmarkanna, er stjórnstöð eldfllauga, aðalstjórnstöð varnarmála Bandaríkjahers og George C. Marshall geimflugsmiðstöð NASA.  Auk framleiðslu búnaðar til geimferða og hernaðar er líka iðnaður á sviði sjóntækja og elektrónísks búnaðar.  Oakwood miðskólinn var stofnaður 1896, Alabamaháskólinn 1950 og Landbúnaðar- og vélfræðiháskólinn 1875.  Bandaríska geim- og eldflaugamiðstöðin hýsir safn eldflauga, líkana, alls konar herma auk Mercury 7 og Apollo 16 geimförin.

Hvítir menn hófu landnám á staðnum 1805, þegar John Hunt frá Virginiu settist þar að.  Byggðin var kölluð Twickenham til 1811, þegar hún var sameinuð og skýrð Huntsville.  Árið 1819 fundaði stjórnarskrárnefnd Alabama þar auk löggjafarþingsins.  Áætlaður íbúafjöldi 1980 var 142.500 og 159.800 árið 1990.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM