Bútan hagnýtar upplýsingar,
Flag of Bhutan


BÚTAN
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ferðamálaráð ríkisins (gefur út heimsóknarleyfi til útlendinga):  Bhutan Tourism Corporation, royal Government of Bhutan, P.O.Box 159, Thimphu.  Símar:  26 47 og 25 70; telex:  31 22 20.

FORMSATRIÐI  og  SÉRKENNI.  Koman til landsins:  Þar eð ferðamenn, sem ætla til Bútans, verða að fara um Indland til að komast þangað landveginn eða fljúgandi, verður að gæta þess að uppfylla öll skilyrði Indverja til að komast leiðar sinnar (sjá Indland).  Umsóknir um ferða-leyfi til Bútans verða að hafa borizt Ferðamálaráði landsins tveimur til þremur mánuðum fyrir komuna til landsins.  Venjulega er einungis ferðamannahópum gefið leyfi til ferða um landið og þá annast skipuleggjendur ferðanna allan undirbúning.  Hver ferðamaður verður að skipta 80-150 US$ á dag í gjald-miðil landsins !  Ferðamenn fá venjulega áritanir í vegabréf sín við komuna til landsins í Phuntsholing eða á flugvellinum í Paro gegn ca 25 US$ gjaldi.  Komi ferðamenn frá smitsvæðum bólusóttar, kóleru eða gulu, verða þeir að hafa gilt bólusetningarvottorð.

Tollur
:
  Bútan og Indland eru í bandalagi um tollamál, þannig að farið er eftir indverskum reglum og lögum (sjá Indland).  Þess skal gætt, að það er bannað að flytja vopn, eiturlyf, klám og gullstangir inn í Bútan.  Við brottför frá landinu, verða gestirnir að gefa nákvæma, munnlega lýsingu á farangri sínum áður en tollverðir skoða hann.  Útflutningur sauðnauta- og bjarnargalls og alls konar listmuna er stranglega bannaður, nema fólk fái sérstakt leyfi frá fjár-ráðuneytinu í Thimphu, sem getur tekið marga mánuði.  Útflutningsbannið nær einnig til helgimuna, handrita, mynda, thankas og allt, sem snertir mannfræði.

Gjaldmiðill:  1 ngultrum (NU, Nu) = 100 chetrum (chutrum; CH, Ch.); 100 ngultrum = 1 sertum.  Indverska rúpían er jafngjaldgeng og gjaldmiðill landsins.  1 rúpía er jöfn að verðgili og 1 Nu.  Seðlar:  2, 5, 10, 20, 50 og 100 Nu.  Myntir:  5 (tígullöguð með ávölum hornum eð kringlótt), 10, (kringlótt með sléttum eða öldóttum kanti), 20, 25 og 50 Ch og 1 og 3 Nu.  Safnarar sækjast einkum eftir silfurmyntum (15, 30, 50 og 200 Nu) og gull- og platínumyntum (1, 2 og 5 sertum).

Flestir Bútanar, sem búa til sveita stunda vöruskiptaverzlun.  Ríkisbank-inn hefur setur í Phuntsholing og rekur u.þ.b. 20 útibú víða um landið, þar sem er hægt að skipta US$, svissneskum frönkum, sterlingspundum, þýzkum mörkum og japönskum jenum í gjaldmiðil landsins.  Ferðatékkar eru hagstæð-ari en reiðufé.  Það er erfitt að skipta lágum upphæðum í seðlum og ferða-tékkum. Hótelin eru ekki alltaf tilbúin til að skipta peningum eða ferðatékkum.  Við brottför frá landinu ætti að hafa í huga, að það er hvergi hægt að skipta gjaldmiðli landsins utan landamæra þess en það er hægt að skipta indverskum rúpíum við brottför frá Indlandi gegn framvísun skiptikvittana.

Kreditkort:  Diners Club.

Umferðarreglur:  Vinstri umferð !   Hámarkshraði á þjóðvegum 40-50 km/klst og í þétt-býli 30 km/klst.

Tungumál:  Dsongha (ukan-letur) er opinbert mál.  Þar að auki er fjöldi tungumála, sem minnihlutahópar tala.  Enskukunnátta landsmanna eykst stöðugt.

Klukkan:  Tímamunur milli Íslands og Bútans er + 6½ klukkustund.

Mál og vog:  Metrakerfið.

Rafmagn:  220-240 volta riðstraumur, 50 hertz.  Venjulega eru evrópskir tenglar notaðir fyrir lágstraum en ekki fyrir hástraum.  Millitenglar fást ekki í landinu.

Póstur og sími:  Flugpóstur til Evrópu:  Póstkort 275 Ch, venjuleg bréf 425 Ch.  Póst-kassar eru rauðir.  Millilandasímtöl fara um indversk gervitungl.  Innanlands-símakerfið er mjög frumstætt.

Viðskiptatímar:
Opinberar stofnanir:  Md.-ld. kl 08:00-14:00.
Bankar:  Md.-föd. kl 09:00-13:00, ld. kl. 09:00-11:00.
Aðalpósthús:  Daglega kl. 09:00-15:00.
Apótek:  'Druk Medical House' í Thimphu daglega kl. 08:00- 20:00.  Öll önnur eru lokuð á  fimmtudögum.

Fatnaður:  Á daginn er gott að klæðast víðum fötum úr ull- eða baðmull, en á kvöldin þurfa flestir að fara í hlýrri fatnað.  Uppi í fjöllum er hitamunur dags og nætur verulegur.  Á veturnar veitir ekki af hlýjum og vindþéttum fötum, húfum og vettlingum.  Það er alltaf nauðsynlegt að vera í sterkum og góðum skóm, sem ná vel upp á ökklana.  Fólk, sem fer í gönguferðir, verður að hafa með sér hlýja og góða svefnpoka og hlý föt.

Heilsugæzla:  Flestir ferðamenn eru óvanir að ferðast í rúmlega 3500 m hæð yfir sjó.  Því ættu allir hjartasjúklingar að láta rannsaka sig nákvæmlega áður en þeir halda til Bútan.  Það er nauðsynlegt að hafa með sér lyf gegn malaríu, dvelji fólk á láglendissvæðunum.  Íbúar landsins verða mest varir við sjúkdóma í öndurnarfærum (kvef, flensu) og niðurgangi, þannig að gott er að hafa með sér lyf gegn þeim.  Það starfa engir læknar sjálfstæðir læknar, en nokkurs konar heilsugæzlustöðvar eru starfræktar í stærri bæjum og borgum.  Lyf fást í 'Druk Medical House' í Thimphu (við aðalgötuna, gegnt bíóinu) og apótekum í stærri bæjum.

Margir verða varir við öndunarerfiðleika við komuna til landsins með flugvél vegna hæðarinnar yfir sjávarmáli.  Þetta eru tiltölulega meinlaus óþægindi, sem hverfa oftast eftir tvo til þrjá daga.  Á meðan þau líða hjá er bezt að reyna ekki of mikið á sig og forðast neyzlu áfengis.

Gisting:  Erlendir gestir gista í hótelum og gistihúsum, sem mörg hver voru reist fyrir krýningarathöfn konungs árið 1974, og hafa síðan verið stækkuð og endurbætt.  Þessir gististaðir eru byggðir í bútönskum stíl, utan sem innan.  Herbergin eru búin vönduðum rúmum með ullarkoddum og rúmfötum úr innlendu silki eða baðmull.  Ferðamenn frá nágrannalöndum og innlendir ferðalangar gista frekar í einfaldari einkahótelum og gististöðum.

Eftirfarandi hótel og gististaðir fyrir erlenda gesti hafa verið valdir sér-staklega og birtast í starfrófsröð borga og bæja.  Verð á mann í eina nótt er milli 80 og 180 Nu.  Tveggja manna herbergi kosta á milli 100 og 270 Nu.  Við þessi verð bætist 10% þjónustugjald.  Skammstafanir:  eh = eins manns herbergi;  th = tveggja manna herbergi;  s = svíta.

BUNTHANG:  Chakar Guest House (5 th, 2 s);  Nýtt gistihús bútanska ferða-málaráðsins.
PARO:  Olathang (31 th og 22 s í smáhýsum, 18 th og 6 s í upphitaðri nýbyggingu), 3 km frá markaðnum í furu vaxinni fjallshlíð.
PHUNTSHOLING:  Kharbandi (24 th, 2 s), 4 km ofan borgarinnar á fallegum stað (rólegt og svalt).  Druk (32 th), í miðbænum í grennd við umferðarmiðstöðina (fremur hávaðasamt en vel innréttað).  Veitingahús staðarins býður alþjóðlega, bútanska, kínverska og indverska rétti.
THIMPHU:  Motithang (28 th í aðal- og hliðarbyggingu og 8 th í nýrri við-byggingu), fyrrum konunglegt gistihús 5 km utan borgar í fallegri hlíð.  Bhutan (22 th og 22 s í tveimur húsum), rekið af ríkishótelskólanum.  Taktsang (6 th, 2 eh, 1 s), einkarekið hótel við miðja aðalgötuna.  Jumolhari (27 th, 1 lúxusherbergi, margar s), rekið af frænku konungsins.
TONGSA:  Tongsa Toursis Lodge (6 th, 2 s), 30 mín. gang frá kastalanum á fallegum stað í hlíðinni með góðu útsýni.  Gestir verða að sjálfir að sjá um mat sinn á herbergjum, en ekki er ábyrgzt, alltaf fáizt rennandi vatn og rafmagn.
WANGDIPHODRANG:  PWD Guest House (6 th), í grennd við kastalann.

Ferðamenn, sem koma til Bútan frá Calcutta, geta fengið gistingu þar í Bhutan Guest House, 6 Mal Roda, Dum Dum, í 67 th.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM