Waterloo Belgía,
Flag of Belgium


WATERLOO
BELGÍA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Waterloo er 18 km sunnan Brüssel.  Waterloo er frægur staður fyrir orrustuna í júní 1815.  Þremur km sunnan bæjarins réðist Napóleon á heri Breta, Þjóðverja og Hollendinga.  Tveimur dögum áður hafði hann sigrað þýzka herinn við Ligny en Wellington varðist hraustlega, þar til þýszki herinn kom endurskipulagður undir forustu Blüchners og Gneisenau kom til hjálpar og úrslit réðust.  Keisaraveldið leið undir lok.  Dagana 17.-19. júní voru höfuðstöðvar Wellingtons í þorpinu Waterloo.  Í því húsi er nú safn.  Ljónshóllinn (Butte de Lion) er 40 m hár.  Hollendingar gerðu hann úr jarðvegi, sem féll til við jöfnun landsins í kring og Frakkar lögðu til ljónsstyttuna, sem er helguð Englendingum og Niðurlendingum.  Af hólnum er útsýni yfir orrustuvöllinn.  Við hann er athyglisvert safn um orrustuna.  Napóleon hafði höfuðstöðvar sínar í Le Caillou (bóndabæ).

Hertoginn af Wellington fæddist árið 1769 og dó 1852.  Hann var sigursæll hershöfðingi.

Napóleon Bonaparte fæddist 1769 á Korsíku og dó 1821 (á St. Helenu).  Hann varð hershöfðingi 27 ára, konungur þrítugur og keisari 34 ára.

Vilhjálmur prins af Óraníu fæddist 1792 og dó 1849.  Hann stjórnaði her Niðurlendinga.

Blüchner fæddist 1742 og dó 1819.  Hann var sigursæll hershöfðingi Þjóðverja.

Gneisenau majór útfærði herbrögð Blüchners í Waterloo.

Útlegð Napóleons á Elbu orsakaðist af ósigrinum við Austerlitz, ósigrinum í orrustuni við Trafalgar gegn Nelson, prússnesku, spænsku og austurrísku styrjöldunum, Rússlandsförinni, ósigrinum við Leipzig og innrásinni í Frakkland.

Þegar Napóleon kom frá Elbu tók við 20 daga ganga til Parísar.  Herirnir, sem sendir voru á móti honum snérust jafnóðum til liðs við hann.  Hann ferðaðist gegnum Frakkland á leið til Parísar eftir leið, sem er kölluð Route de Napoleon og gaman er að aka.  Í París var honum fagnað sem þjóðhöfðingja. Hann var þrjá mánuði að byggja upp her til að mæta Englendingum, Niðurlendingum og Prússum hinn 16. júní 1815.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM