Tournai Belgía,
Flag of Belgium


TOURNAI
BELGÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Tournai, (Tournay, Doornik) er hafnarborg við ána Schelde í héraðinu Hainault.  Hún er kunn fyrir framleiðslu teppa og vefnaðarvöru en framleiðir einnig stál, sement, vélar til iðnaðar, rafmótora og dísilvélar.  Þekktustu byggingar borgarinnar eru 11. aldar, Vorfrúarkirkja, sem var í byggingu fram á 14. öld og státar af fallegum, gotneskum kór.  Hún er meðal fegurstu rómönsku bygginga í Norður-Evrópu.  Þá má nefna elzta klukkuturn í Belgíu, sem var byggður 1187 og endurbyggður á 19. öld, kirkju hl. Quentins (12. öld), sem var endurbyggð nokkrum sinnum og kirkju hl. Brice (grafhvelfing Childerics I, konungs Franka á 5. öld og 300 býflugur úr gulli).  Þarna byggðu Rómverjar virkið Civitas Nerviorum eða Turnacum, þannig að Tournai er einhvert elzta þéttbýli í Belgíu.  Á 5. öld gerðu Merobing-konungar borgina að aðsetri sínu.  Frakkar, Spánverjar og Niðurlendingar réðu borginni á ýmsum tímum þar til Frakkar hurfu á braut 1748.  Borgin var eyðilögð í innrás Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var tæplega 68 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM