Liege Belgía,
Flag of Belgium


LIEGE
BELGÍA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Liege er höfuðborg samnefnds héraðs við ána Meuse.  Hún er meðal mikilvægustu innlandshafna Evrópu og miðstöð samgangna í Austur-Belgíu.  Iðnaðurinn byggist aðallega á framleiðslu vopna, efnavöru, glers, gúmmís, rafeindatækja og borðbúnaðar.  Þar er 10. aldar kirkja hl. Páls og kirkja hl. Denis.  Frakkar tóku niður þriðju kirkjuna (hl. Lambert; 8. öld) árið 1808.  Meðal helztu menntastofnana er Borgarháskólinn (1817).  Dómshöllin, fyrrum bústaður biskupaprinsanna, er frá 16. öld.  Þarna eru nokkur lista- og forngripasöfn.  Liege var stofnuð á 8. öld sem biskupssetur.  Hún varð síðar vettvangur mikilla átaka milli biskupaprinsanna og borgarastéttarinnar.  Árið 1468 lagði Karl sköllótti, hertogi af Búrgúndí, hana í eyði.  Árið 1794 hernámu Frakkar borgina og árið 1815 var hún innlimuð í Niðurlönd.  Fimmtán árum síðar efndu íbúar borgarinnar til byltingar, sem leiddi til sjálfstæðis Belgíu 1831.  Í fyrri heimsstyrjöldinni var borgin rækilega víggirt.  Þjóðverjar settust um hana 5. ágúst 1914 og náðu henni á sitt vald ellefu dögum síðar.  Í síðari heimsstyrjöldinni hernámu þeir hana aftur.  Borgin skemmdist mikið í stríðinu (Battle of the Bulge).  Áætlaður íbúafjöldi 1992 var rúmlega 195 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM