Kortrijk Belgía,
Flag of Belgium


KORTRIJK
BELGÍA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Kortrijk (Courtrai) er borg við ána Lys, nærri Ghent í Vestur-Flanders.  Hún er kunn fyrir gæðahördúk og Valenciennes-kniplinga.  Iðnaðurinn byggist á baðmullar- og ullarvinnslu, sykurhreinsun og tóbaki.  Borgin er umkringd fornum múrum og í henni er kastali, virki og 16. aldar ráðhús, brú með fallegum, flæmskum turnum og gotnesk Vorfrúarkirkja (1211) með frægu málverki eftir Van Dyck (Krossinn reistur).  Saga Kortrijk hófst á rómverskum tímum, þegar bærinn hét Cortoriacum.  Normannar lögðu hann í eyði en Baldvin III, greifi í Flanders, endurbyggði hann á 10. öld.  Hann varð mikilvæg verzlunarmiðstöð og Íbúafjöldinn óx mest í 200 þúsund.  Í fyrri heimsstyrjöldinni hersátu Þjóðverjar Kortrijk, sem varð fyrir talsverðum sprengjaárásum.  Þjóðverjar hernámu borgina aftur 24. maí 1940.  Bandamenn gerðu loftárásir á skotfæraverksmiðjur í borginni þar til brezkir og kanadískir herir hröktu Þjóðverja á brott í september 1944.  Næstum þriðjungur bygginga borgarinnar eyðilagðist í stríðinu.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var rúmlega 76 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM