Manama
er höfuðborg landsins á norðausturströnd Bahrain-eyjar.
Höfnin þróaðist smám saman og borgin varð nútímalegri
eftir 1950 vegna olíugróða. Meðal
atvinnuvega er olíuhreinsun, seglbátasmíði (dhow), fiskveiðar og
perlurækt, sem var aðaltekjulind borgarinnar fyrrum.
Hraðbraut
tengir borgina við Al-Muharraq, þar sem alþjóðaflugvöllurinn er.
Árið 1958 varð Manama að fríverzlunarsvæði.
Bahrainháskóli var stofnaður 1986.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 140 þúsund. |