Þjóðhöfðingjar
Englands eru æðstu menn eyjanna og skipa þar aðallandsstjóra.
Í fararbroddi ríkisstjórna eru forsætisráðherra.
Landstjórinn tilnefnir 16 manna öldungadeild en 49 þingmenn
eru kosnir í fulltrúadeild. Eyjunum
er stjórnað frá Nassau og þeim er skipt í 16 sýslur.
Þær tilheyra Brezka samveldinu og eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum,
OAS , EB, CARICOM o.fl.
Frjálslyndi
framfaraflokkurinn (PLP; Progressive Liberal Party) var stofnaður árið
1953. Stofnendur voru Bahamabúar, sem voru andsnúnir stjórn fámenns
hóps fólks úr viðskiptalífinu, sem var kallaður „The Bay Street
Boys”. PLP óx stöðugt
fiskur um hrygg og kom fulltrúum á þing árið 1967 og árið 1972
vann flokkurinn 29 af 38 þingsætum.
Bahamabúar héldu fyrstu frjálsu kosningar sínar 1977 eftir
fengið sjálfstæði árið 1973.
Lynden O. Pindling („Black Moses”) hafði löngum legið
undir gagnrýni fyrir stefnu sína í efnahags- og stjórnmálum.
Þrátt fyrir það fékk PLP 31 af 38 þingsætum í
kosningunum, en harðlínustefnan - „svart vald” - hafði komið niður
á ferðaþjónustunni, þannig að ferðamönnum fækkaði. Pindling jók afskipti yfirvalda af atvinnulífinu og neyddi
mörg fyrirtæki til að ráða Bahamabúa í stöður, sem útlendingar
höfðu með höndum. Auk
þess voru lagðir auknir skattar á útlent vinnuafl og söluverð
fasteigna, sem voru seldar útlendingum.
Yfirvöld sögðust hafa skapað svarta millistétt á þennan hátt.
Aðgerðir
yfirvalda í skattamálum hafa næstum kollvarpað stöðu landsins sem
skattaparadísar hinna ríku. Mörg
„töskufyrirtækin”, sem voru skrásett þar, hafa flutzt til
Caymaneyja, þar sem skattar eru lágir.
Í
kosningunum 1983 fékk PLP (Pindling) 53% atkvæða og meirihluta á þingi.
Svipuð niðurstaða varð árið 1987, þrátt fyrir að
Pindling lægi undir ásökunum um aðild að sölu eiturlyfja (tengdri
Everett Bannister).
Kosningunum
á miðju ári 1992 lauk með sigri Þjóðfrelsishreyfingarinnar (Free
National Movement) og Hubert Ingraham var valinn forsætisráðherra.
Þar með lauk 27 ára valdaferli Pindlings.
Rannsókn á ákæruatriðum á hendur Pindling stendur enn þá
yfir. Þingið var skipað
49 þingmönnum 1995 (17 PLP, 32 FNM).
Forsætisráðherra þá var Mr. Ingram.
Ríkisfjármál.
Hagstæð
skatta- og viðskiptalög hafa laðað aragrúa fjármögnunar- og
hlutafélaga að. Árið
1987 var u.þ.b. 10% af brúttóþjóðartekjum veitt til
atvinnuuppbyggingar. Að Lundúnum frátöldum er Nassau stærsti fjármálamarkaður
fyrir Evrópugjaldmiðla. Hinn
31. des. 1986 voru 372 bankastofnanir skrásettar á Bahamaeyjum. Helztu fjáröflunarleiðir ríkisins eru leyfisgjöld til
reksturs fyrirtækja, óbeinir skattar o.fl., en tekju-, eigna-, fjármagns-
og erfðafjárskattar eru í lágmarki. |