Flugsamgöngur
eru mikilvægar
fyrir íbúa Bahamaeyja. Góðar
tengingar við bandarískar, mið- og suður-amerískar og evrópskar stórborgir
gera það að verkum, að flestir ferðamenn og viðskiptafólk kemur á
vegum loftsins til eyjanna. Innanlands
er mest ferðast með flugvélum. Auk
tveggja alþjóðaflugvalla við Nassau og Freeport eru u.þ.b. 60 aðrir
flugvellir, brautir og flugbátahafnir á öllum eyjum, þar sem þörf
er á vegna viðskipta og ferðaþjónustu.
Samgöngur
á sjó
eru
líka mikilvægar. Aðalhafnirnar
eru í Nassau og Freeport. Þar
fer fram mestur hluti utanríkisviðskipta og móttaka skemmtiferðaskipa.
Höfnin í Matthew Town á Great Inagua hefur sérstöðu sem
saltútflutningshöfn. Aragrúi
póstbáta og fragtskipa tengja Nassau við aðrar hafnir á byggðum
eyjum. Fjöldi hafna fyrir
lystisnekkjur, skútur og seglbáta er mikið öryggisatriði fyrir
gesti, sem koma á eigin farskjótum yfir hafið og sjóstangaveiðimenn.
Vegakerfið
er
bezt á þróuðustu eyjunum, New Providence, Grand Bahama og Eleuthera.
Meira en helmingur allra farartækja eyjanna ekur um á hinu 600
km langa vegakerfi New Providence.
Smám saman er unnið að vegagerð á öðrum eyjum eftir þörfum. |