Villach
er í 499 m hæð með 51.000 íbúa og er önnur stærsta borg Kärnten.
Hún er miðpunktur fylkisins, vestan Klagenfurt, í víðum dal
árinnar Drau, þar sem Gail fellur í hana.
Mjög fagur fjallahringur Villacher-Alpanna, Karawankenfjallanna
og Júlinsku-Alpanna. Borgin
er mikilvæg samgöngumiðstöð og heilsubótarstaður með volgum
laugum. Þarna var herstöð
á rómverskum tíma. Í
Villacherölpunum eru vinsæl skíða- og göngusvæði.
Við Faakervatn eru strandböð og aðstaða til vatnaíþrótta.
Við Neu Egg eru enduruppbyggðir bóndabæir frá 15.-18.öld,
sem eru nýtízkulega innréttaðir og leigðir út sem sumarhús. |