St Florian Austurríki,


St FLORIAN
AUSTURRÍKI

.

.

Utanríkisrnt.

St. Florian er í Efra-Austurríki, 15 km suðaustan Linz í 296 m hæð og þar eru u.þ.b. 4000 íbúar.  Þar er markaður, sem ágústínaklaustur gnæfir yfir.  Það er meðal frægustu barokbygginga Austurríkis.  Það var reist á gröf heilags Florians.  hann var háttsettur embættismaður á rómverskum tíma og hafði snúizt til kristinnar trúar og dó píslarvættisdauða árið 304 í ánni Enns.  Hann er verndardýrlingur gegn elds- og vatnsvoðum og er mikils metinn um allt land.  Altmann, biskup í Passau, lét ágústínum klaustrið eftir árið 1701. Nýbygging þess í barokstíl hófst 1686 eftir teikningum Carlo Carlone (†1708) og Jakob Prandtauer hélt smíðinni áfram þar til henni lauk 1751.  Klaustrið er núna miðstöð vísinda og hljómlistar.  Þar er guðfræðiskóli, drengjakórar eru þjálfaðir þar og hljómleikahald er algengt.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM