Seefeld Austurríki,


SEEFELD
AUSTURRÍKI

.

.

Utanríkisrnt.

Seefeld er smábær í Tíról í 1185 m hæð.  Þorpið er miðja vegu milli Mittenwald og Innsbruck á fjallssöðlinum Seefelder Sattel, sem myndaðist á síðustu ísöld.  Þetta er vinsæll heilsubótar- og vetraríþróttastaður.  Kirkjan er frá 15.öld, suðurhliðið síðgotneskt og fallegar myndir og höggmyndir inni í henni.  Skammt suðvestan Seefeld er Seekirchl, hringbygging frá 1628.  Við suðurenda bæjarins er lítið vatn, Wildsee, með strandbaði og heitum sundlaugum.  Svifbrautir liggja upp á fjöll.  Í hótel Karwendelhof er spilavíti og daglega er rúllettan opin frá kl. 17:00 og á laugardögum er spilaður black jack og baccara.  Góð föt og bindi.  Náttúrufegurð er mikil þarna uppi og vel sést til hæsta fjalls Þýzkalands, Zugspitze.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM