Riegersburg Austurríki,


RIEGERSBURG
AUSTURRÍKI

.

.

Utanríkisrnt.

Riegersburg stendur í suðausturhluta Steiermark í 482 m hæð, 55 km austan Graz á milli Fürstenfeld og Feldbach á blágrýtiskletti fyrir ofan samnefnt þorp.  Þessi kastali var aldrei unninn og telst til hinna merkilegustu í Austurríki.  Hans er fyrst getið á 12. öld.  Á 13. öld stóðu tvö virki þar, Burg Kronegg (norðar) og Burg Liechtenegg (sunnar og neðar).  Sú síðarnefnda var rifin árið 1648.  Eigendur voru Valdónar, Kuenrinar og Wallsear.  Á 16. öld byggði baróninn af Stadtl aðalhöllina.  Árið 1637 varð kastalinn eign Wechslerfjölskyldunnar.  Hann lék stórt hlutverk í vörnum Austurríkis gegn Tyrkjum.  Síða 1822 er kastalinn eign furstanna í Lichtenstein.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM