Petronell
(Carnuntum) er þorp í 189 m hæð. Rómverska byggðin Carnuntum á hægri bakka Dónár, austan
Vínarborgar varð snemma veigamikill verzlunarstaður og samgöngumiðstöð.
Víðtækur fornleifauppgröftur og söfn tengd honum í
Petronell og Bad Deutsch-Altenburg bera 2000 ára sögu staðanna vitni.
Mikil hátíðardagskrá árið 2007.
Skömmu
eftir fæðingu Krists stöfnuðu Rómverjar herstöðina Carnuntum við Bernsteinstraße (Rafleiðina),
austan núverandi þorps. Þar átti að vera bækistöð rómverska Dónárflotans.
Með árunum víggirtu Rómverjar stöðina æ betur.
Hún stóð og var mönnuð allt til ársins 400.
Rómversk byggð almennra borgara tengdum herstöðinni stóð
vestan Petronell. Blómaskeið hennar var á 2. og 4. öld og þá bjuggu þar
rúmlega 50.000 manns við þróaða byggðarmenningu.
Margir rómverskir keisarar dvöldu þar um tíma. Ummál herstöðvarinnar var 475x335-400 m, að hluta niðurgrafin.
Hringleikahúss fyrir 8000 áhorfendur er notað sem útileikhús
(180 e.Kr.). Annað hringleikahús fyrir 13.000 gesti er þar að finna og
sunnan þess er *hetjuhliðið, 14 m há rúst fjórhliða sigurboga frá
2. öld.
Bad
Deutsch-Altenburg er í 168 m hæð,
4 km norðaustan Petronell. Þar
eru brennisteinslaugar (28°C) blandaðar joði.
Rómverskt beinahús (Karner;Totenkapelle) er skoðunarvert. |