Linz Austurríki,


LINZ
AUSTURRÍKI

.

.

Utanríkisrnt.

Linz er höfuđborg Efra-Austurríkis í 208 m hćđ međ 208.000 íbúa.  Hún er ţriđja stćrsta borgin í Austurríki (Vín, Graz).  Umhverfi borgarinnar er mjög fagurt, ţar sem hún stendur á báđum bökkum 250 m breiđrar Dónár.  Linz er ţegar getiđ á 2. öld á dögum Rómverja.  Ţá hét hún Lentía.  Áriđ 1497 fékkst leyfi til byggingar fyrstu Dónárbrúarinnar milli Passau og Krems.  Linz varđ biskupssetur áriđ 1785.  Áriđ 1832 var tekin í notkun hestasporbraut til Budweis í Tékkóslóvakíu.

Adalbert Stifter, Mozart, Johannes Kepler og Anton Bruckner störfuđu allir um tíma í Linz.  Borgin er nú lífleg samgöngumiđja, iđnađar- og verzlunarstađur međ stóra höfn.  Ađalborgin er á hćgri árbakkanum og teygist til vesturs ađ Freinberg (336 m).  Á vinstri árbakkanum er borgarhlutinn 'Urfahr', sem Pöstlingberg (538 m) gnćfir yfir í norđvestri.  Sameinuđu austurrísku járn- og stálverksmiđjurnar og Chemie Linz AG eru í borginni.  Linz var háskólaborg áriđ 1966, er félags- og viđskiptafrćđideildum var komiđ á fót.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM