Leoben Austurríki,


LEOBEN
AUSTURRÍKI

.

.

Utanríkisrnt.

Leoben er lítil borg í Steiermark í 540 m hæð yfir sjó.  Hún er við bugðu í ánni Mur og er aðalmistöð járniðnaðar og brúnkolanáms í Efri-Steiermark.  Við aðaltorgið er hið barokskreytta „Hacklhaus” (1680) og ráðhúsið, prýtt skjaldarmerkjum (1568).  Lítið eitt vestar er tveggja turna sóknarkirkjan (1660-65) og bak við hana er fyrrum jesúítaklaustur (frá 17. öld), sem hýsir stórt og mikið sögu- og byggðasafn.  Meða annarra áhugaverðra bygginga er Tollturnin (Schwammerlturm; 1615), og  Borgarleikhúsið (1790).  Nýja ráðhúsið er við borgarskurðinn á hægri bakka árinnar.  Sunnan Murbrúarinnar er Maria am Waasen-kirkjan (14.-15. öld).  Í kór hennar eru fallegir, steindir gluggar.  Í Göü-hverfinu, 2 km sunnan borgarmiðjunnar, er þekkt brugghús í upprunalegu nunnuklaustri, sem var stofnað árið 1020 og lagt niður 1720.  Klausturkirkjan er í síðgotneskum stíl.

Nágrenni Leoben.  Liesingdalurinn sveigir til norðvesturs 10 km suðvestan Leoben að Schoberskarðinu (843m; skíðasvæði).  Um þetta skarð er haldið inn í Ennsdalinn.  Mautern (713m) er aðalbær hans.  Þaðan liggur togbraut upp í 1250 m, þar sem er 50 hektara afgirtur dýragarður (hirtir, dádýr).  Þaðan liggja líka skemmtilegar gönguleiðir upp á nærliggjandi tinda, s.s. Wildfeld (2046m) og Reiting (2215m), sem bjóða gott útsýni yfir Járnalpana.  Hvor leið tekur u.þ.b. 5 tíma.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM