Krems Austurríki,


KREMS
AUSTURRÍKI
.

.

Utanríkisrnt.

Krems við Dóná er í Neðra-Austurríki í 202 m hæð yfir sjó.

Það er óhætt að mæla með heimsókn til Krems, sem er við austurmörk Wachau.  Bærinn er hinn elzti í Neðra-Austrurríki.  Samkvæmt heimildum er hans getið þegar árið 995 sem ríkisvirkis.  *Gamli bæjarhlutinn, sem er í mynni Kremsdalsins, státar af fallegum íbúðarhúsum, þröngum götum og fallegri bæjarmynd.  Nýju hverfin eru á bökkum Dónár, þar sem er umskipunarhöfn, vínverzlun, ávaxta- og vínræktarskóli, vélaframleiðsla o.fl.

Steinerhliðið (1480) er vesturaðgangurinn að gamla bæjarhlutanum og er tákn bæjarins.  Annar turna hliðsins er frá miðöldum en hinn er barokgurn frá 1765.  Við Obere Landstrasse er Ráðhúsið (1548) með fallegu útskoti.  Sunnan þess er kirkjan (Bürgerspitalkirche; 1470) með fallegu skrúðhúsi.  Við hornið á Markaðstorginu er Göglhúsið (12.-15. öld) með kapelluútskoti.  Sundið heldur áfram að Sóknartorginu, þar sem eru rústir Passaubæjarins, sem var fluttur 1878 og 1882.  Sóknarkirkjan St. Veit var byggð á árunum 1616-1630 (C. Biasino).  Hún er meðal fyrstu barokkirkna Austurríkis.  Loftmyndir (1787) og myndir við hliðarölturin eru eftir Martin Johann Schmidt (1718-1801).  Háaltarið, predikunarstóllinn og kórstólarnir eru verk J.M. Götz (1733-35).

Margaretensund liggur að Hámarkaði, þar sem helzta prýðin er Sgraffitohúsið (nr. 5; um 1550) með veggmyndum.  Sunnan torgsins er Gozzoburg, höll í þremur hlutum með sérstökum skýlissvölum og laufgarði skreyttum skjaldarmerkjum.  Piaristakirkjan stendur hærra uppi.  Hún er síðgotnesk (1475-1520) og flestar altaristöflurnar eru eftir Martin Johann Schmidt.  Kórstólarnir eru frá því um 1600.  Piaristasund heldur áfram að Sóknartorginu og vestan þess er fyrrum dóminíkanakirkja (1236), blanda af snemm- og síðgotneskum stíl.  Hún var endurbyggð á árunum 1968-71 ásamt súlnaganginum, kapellusalnum og og matsal klaustursins, sem er horfið. Þar er nú ríkulega búið Sögusafn og Vínviðarsafn.  Tónleikar eru haldnir í kirkjunni.

Frá Steinerhliðinu liggur leiðin um hverfið Und og alla leið í hverfið Stein á árbakkanum, þar sem bæjarmyndin er sérstaklega falleg.  Handan Kremshliðsins er Mínorettukirkjan St. Ulrich (1264; Freskur frá 14. og 17. öld).  Lengra stendur Sóknarkirkja hl. Nikuláss, gotnesk hallarkirkja, með tveimur barokaltaristöflum eftir Martin Johann Schmidt.  Frá kórnum liggja tröppur upp að fyrrum Frauenbergkirkjunni (14. öld; stór turn).  Árið 1966 hefur kirkjan verið minnismerki um alla, sem féllu á báðum heimsstyrjöldunum.  Við Steinergötu eru mörg gömul og athyglisverð hús.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM