Áin
Inn streymir um dalinn frá svissnesku landamærunum í vestri að hinum
þýzku við Kufstein í austri, alls u.þ.b. 230 km leið.
Á báða bóga gnæfa Samnaunfjöllin og Ötzdalsalparnir,
Lechdals- og Stubaier-Alparnir. Þessi
djúpi dalur var þegar orðinn að mikilvægri samgönguleið fyrir
2000 árum. Innsbruck, höfuðborg
Tíról, byggðist við ármót Inn og Sill.
Imst
er lítið og gamalt þorp í 828 m hæð með u.þ.b. 600 íbúa.
Það stendur á hjalla í mynni Gurgdals fyrir ofan ána Inn.
Um það liggur umferðin milli Landeck og Innsbruck.
Stams
er þorp í 639 m hæð sunnan Inn.
Þar er stórt og skoðunavert Zisterzienserklaustur (180 herb;
breytt í barokstíl um 1700). Stofandi
þess var móðir síðasta Hohenstauferans, Konradin, sem var líflátinn
í Napolí 1268. Klaustrið
var stofnað í minningu hans árið 1273.
Kirkjan er frá 13. öld. og henni var breytt í barokstíl á
17. og 18. öld. Þar
liggja tírólsku furstarnir grafnir.
Wörgl
er
í 511 m hæð með u.þ.b. 8000 íbúa.
Bærinn stendur í Neðri-Inndalnum við ármót Inn og
Brixendalslæks. Hann er
mikilvæg samgöngumiðstöð (vegir og járnbrautir) 15 km suðvestan
Kufstein. Þar er
geislavirk lind.
St. Johann
er í 600 m hæð með u.þ.b. 5000 íbúa.
Vetraríþróttastaður. Falleg
bóndabýli. Kirkja, helguð
uppstigningu Maríu, er skoðunarverð.
Lofer
er
í 625 m hæð með u.þ.b. 1700 íbúa í Saalachdal (Saltlækjardal). |