Hallein
í Salzburg Land er í 469 m hæð yfir sjó.
Saltbærinn liggur sunnan Salzburg, þar sem Saltilækur
(Salzach) streymir fram úr fjöllunum út á foralpalandið.
Þar er tré- og steinsmíðaskóli auk fjölbreytts iðnaðar.
Íbúðarhús
Franz Xaver Gruber (1787-1863), sem samdi lagið Heims um ból, er í bænum.
Gröf hans er í kirkjugarðinum fyrir framan húsið, sem hann
bjó í í 30 ár. Meðal
eftirlátinna eigna hans voru þrjú afrit af handritinu með Heims um ból.
Einnig er enn þá til gítarinn, sem sóknarpresturinn, Joseph
Mohr, notaði til að leika undir eftir að kirkjuorgelið hafði bilað,
þegar sálmurinn var fyrst fluttur árið 1818 í þorpinu Oberdorf
fyrir norðan Salzburg. Mohr
samdi texta sálmsins, sem nú er sunginn um allan heim á ýmsum tungumálum.
Oberdorf er í 384 m hæð við Saltalæk.
Þar var byggð minningarkapella árið 1937 í stað annarrar,
sem eyðilagðist í flóði árið 1899 og hét St. Nikolaikirkjan, en
þar var sálmurinn fluttur fyrst.
Keltenmuseum,
í húsi frá 1654, er borgar- og saltvinnslusafn. Á Salzacheyju er saltsuðukofi.
Saltnáman í Dürrenberg
er í 1 klst. göngufjarlægð sunnan Hallein, en aðeins í nokkurra mínútna
fjarlægð með svifbraut. Hún
er aðeins opin á sumrin og það tekur 1½ tíma að skoða hana.
Fólk rennir sér niður trérennibrautir, djúpt niður í námuna,
sér stórar salthvelfingar, er ferjað yfir saltvatn í iðrum jarðar
á flekum og sest í vagna, sem hellahundar draga um löng göng að útganginum. |