Graz
er í 365 m hæð yfir sjó.
Þessi gamla höfuðborg Steiermark er viðskipta- og verzlunarmiðstöð
héraðsins. Hún er á bökkum
árinnar Mur. Hún streymir fram úr þröngum dal út í Grazlægðina,
sem er mjög frjósöm og Schlossberg gnæfir yfir.
Héraðsstjórnin er í Graz.
Þar er og háskóli og fjöldi stofnana auk tónlistarskóla.
Mikilvægur iðnaður. Fjöldi
gamalla bygginga og miðbæjarkjarni með mörgum barokbyggingum gera
borgina áhugaverða.
Þegar
á 8. öld var þéttbýli farið að myndast eins og fornleifauppgröftur
hefur sýnt. Nafnið Graz
kemur fyrst fram árið 1128. Það
er komið af Gradec, sem þýðir „Litli kastalinn”
Graz
vann sér sess sem miðstöð verzlunar undir stjórn Traungauera og
Babenbergera. Árið 1233
byrjaði tímabil Habsborgara. Rudolf
I veitti borginni ýmis forréttindi.
Árin 1379-1619 var Graz aðsetur Leopoldigreinar Habsborgarættarinnar. Borgin var víggirt til varnar þjóðum í austri frá
1500-1700 og var oft umsetin af Tyrkjum.
Ítölsk byggingarlist prýðir borgina.
Árið 1625 var skauthöll Hans Ulrichs von Eggenberg reist. Á 19. öld varð Graz að menningarmiðstöð.
Árið 1918 lauk veldi Habsborgara.
Árið 1938 varð flatarmál borgarinna það, sem það er enn
þá, með innlimun nokkurra sveitarfélaga. Tjón, sem varð í síðari heimsstyrjöldinni hefur þegar
verið bætt.
Páll Pampichler Pálsson fæddist í Graz. |