Eisenstadt
er fylkishöfuðborgin í Burgenland í 181 m hæð og með 12.000 íbúa.
Hún stendur við suðausturbrún Leithagefjalla.
Þar hafði hinn frægi fursti, Esterházy, aðsetur og setti þann
svip á bæinn, sem enn þá sést.
Josef Haydn (1732-1809) var hirðhljómsveitarstjóri þar í rúmlega
30 ár. Íbúðarhús hans
er til sýnis. Haydn liggur
grafinn í kirkjugarði Bergkirche. Allmikil vínrækt og vínverzlun er stunduð í og umhverfis
bæinn.
Eisenstadt er fyrst
getið í annálum árið 1118 og í skjölum frá 1264.
Árið 1373 fékk Eisenstadt bæjarréttindi.
Á árabilinu 1445 - 1648 var bærinn veð í eigu Habsborgara.
Árið 1648 varð Eisenstadt að konunglegri ungverskri fríborg
og aðsetur Esterházy. Árið
1921 varð hún aftur austurrísk og höfuðborg Burgenlands árið
1926, minnst allra fylkishöfuðborga landsins.
Bærinn hefur verið biskupssetur síðan 1960.
Mynd: Grafhýsi Haydn. |