Dóná
er nćstlengsta á Evrópu (2900 km; Volga lengst) og ađalfljót Austurríkis.
Hún sprettur upp í Donaueschingen í Ţýzkalandi og rennur í Svartahaf eftir ferđalag um 6 lönd.
Hún rennur nálćgt 300 km um Austurríki og landiđ og áin eru
tengd órofaböndum. Dóná
er eina vatnaleiđin frá vestri til austurs í Evrópu og hefur ţví
leikiđ stórt hlutverk í lífi fólks, sem hefur búiđ viđ hana í
ţúsundir ára og virkađ sem glögg landamćri, m.a. hindrađ
herferđir eđa gert
herjum erfitt fyrir.
Niflungar
héldu međfram ánni á vit örlaganna.
Keltar
og
frankar međ Karl mikla í fararbroddi, krossfarar undir stjórn
Barbarossa og Napóleon fetuđu ţessar slóđir líka.
Atli konungur leiddi húna upp međ ánni og avarar og magiarar
brutust líka međfram henni til vesturs.
Stórorrustur, sem ráđiđ hafa örlögum Evrópu, voru háđar á
Dónárbökkum. Tvisvar voru
Tyrkir gerđir afturreka frá Vín og Napóleon beiđ sinn
fyrsta ósigur
viđ Aspern, sem er núna hluti af Vínarborg.
Í skógi klćddu umhverfi Dónárdalsins, milli Mühlviertel og Innviertel,
rennur áin í stórum bugđum.
Vínrćkt er í *Wachau, milli Melk og Krems.
Dónársigling, milli Passau (Ţýzkal.) og Vínar, er stórkostlegt
ćvintýri, sem og áfram frá Vín til Svartahafs.
Mynd: Hofiđ Valhöll viđ
Ţýzkalandsmegin viđ Dóná. |