Bad Ischl Austurríki,


BAD ISCHL
AUSTURRÍKI
.

.

Utanríkisrnt.

Bad Ischl er heilsubótarstaður í 469 m hæð yfir sjó í undurfögru umhverfi og íbúafjöldinn u.þ.b. 15.000 árið 1991.

Bærinn er umkringdur skógi vöxnum hæðum í hjarta Salzkammergut á tungu milli ánna Traun og Ischl.  Verulegur hluti bygginga bæjarins er frá keisaratímanum og Bad Ischl var sumardvalarstaður Franz Jósefs keisara um árabil.  Þar af leiðandi varð bærinn samkomustaður aðals og fyrirfólks.  Nú eru þar saltböð.  Vel hirtir garðar og falleg einbýlishús prýða bæjarmyndina.

Saltnáman er sunnan Bad Ischl.  Það tekur rúmlega klukkustund að skoða hana.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM