Wollongong Ástralía,
Flag of Australia


WOLLONGONG
ÁSTRALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Wollongong er hafnarborg í austurhluta Nýja Suður-Wales og stærsta borg fylkisins.  Hún er við Tasmanhaf, austan Illawarra-jaðarsins, 82 km sunnan Sydney.  Stór-Wollongong nær yfir nokkrar borgir í kolanámu- og nautgriparæktarhéraði.  Port Kembla er hafskipahöfn og iðnaðarborg með stærstu stálverum Ástralíu.  Þar er einnig framleitt járn og koks.  Bulli og woonona eru kolanámuborgir og Thirroul er járnbrautamiðstöð.  Múrsteinn, vefnaður, fatnaður og matvæli eru meðal þess, sem er framleitt í Wollongong.

Stórborgarsvæðið nær líka til margra sjóbaðstaða.  Aðalsetur Wollongong-háskólans er í borginni.  Gott útsýni yfir stórborgina er frá fjöllunum Kembla og Keira.  Fyrstu íbúarnir komu sér þarna fyrir 1815, kaupstaðarréttindi fengust árið 1834 og borgarréttindi, hin fyrstu í landinu, árið 1859.  Árið 1947 sameinuðust mörg sveitarfélög Wollongong.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var rúmlega 211 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM