Toowoomba Ástralía,
Flag of Australia


TOOWOOMBA
ÁSTRALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Toowoomba er borg í Queensland, u.þ.b. 90 km austan Brisbane.  Hún er við jaðar fjallgarðsins Great Dividing Range í rúmlega 580 m.y.s. og við vegamót leiðanna til Gore, New England og Warrego.  Borgin er vinsæll sumardvalarstaður og oft lýst sem Garðaborg Queenslands.  Toowoomba er einnig miðstöð járnbrautarsamgangna og viðskipta fyrir frjósamt landbúnaðarsvæði Darling Downs (mjólkurafurðir, hveiti, ávextir, timbur og kol).  Nokkuð er framleitt af landbúnaðartæknum í borginni.  Suður-Queensland-háskóli var stofnaður 1990.  Stærsti japanski garður Ástralíu vekur áhuga og athygli ferðamanna.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var 76 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM