Stóra
Viktoríueyðimörkin er þurrkasvæði í fylkinu Suður- og Vestur-Ástralíu.
Það er sandhæðótt með söltum stöðuvötnum og strjálum
flekkjum af þurrkyngingslegu graslendi.
Það er u.þ.b. 725 km lang frá austri til vesturs frá Stóra-Ástralíuflóa
í Indlandshafi og til suðurs um Nullarbor-sléttuna.
Nokkrar ættkvíslir frumbygga búa í eyðimörkinni (kogara,
miming o.fl.). Árið 1875
varð breski landkönnuðurinn Ernest Giles fyrstur Evrópumanna til að
ferðast yfir eyðimörkina og kenndi hana við Viktoríu, þáverandi
drottningu heimsveldisins. |