Nýja-Suður-Wales
er fylki í Suðaustur-Ástralíu.
Norðan þess er Queensland, Tasmanhaf í austri, Viktoría í
suðri og Suður-Ástralía í vestri.
Heildarflatarmál fylkisins ásamt Lord Howe-eyju er 801.600 km²,
sem er rúmlega 10% af heildarflatarmáli álfunnar.
Strandlengja fylkisins er 1900 km löng.
Lord Howe-eyja er í Tasmanhafi, u.þ.b. 702 km norðaustan
Sydney, höfuðborg Nýja-Suður-Wales.
Strandláglendið
er misbreitt og frjósamt á milli landamæra Viktoríu og Queensland
(1500 km). Upp frá þessu
belti er Stóri-Deildarfjallgarðurinn (Great Dividing Range) með snævi
hulin Snjófjöllin í suðri, fögur Bláfjöllin og hásléttu Nýja-Englands
í norðri.
Fyrsti leiðangurinn
yfir Bláfjöll árið 1813 opnaði aðra hluta álfunnar fyrir nýlendubúunum
við Sidneyvíkina. Tindar
Nýja-Englands ná 1200 m hæð.
Kosciusko-fjall (2228m) við landæmæri Viktoríu í Snjófjöllum
er hæsti tindur álfunnar. Helztu árnar í þessum fjöllum eru Murray, Darling og
Murrumbidgee renna til vesturs, sem olli því, að landkönnuðir
voru sannfærðir um, að þær ættu upptök sín í stóru stöðuvatni
á hálendinu. Þessar ár nýtast til áveitna á frjósömustu landbúnaðarsvæðum
Ástralíu. Helztu árnar,
sem renna til Tasmanhafs eru Hawkesbury og Hunter.
Vesturhlíðar Stóra-Deildarfjallgarðsins, sem hallar niður
að innsléttunum, eru mikil framleiðslusvæði ullar og hveitis.
Áveitur Murray- og Murrumbidgee-ánna hafa breytt auðn í
akurlendi (Riverina).
Vestasti
hluti fylkisins, Vesturslétturnar, eru afskekkt þurrkasvæði.
Nafn borgarinnar Bourke, sem smásagnahöfuncurinn Henry Lawson
gerði ódauðlega, er orðið samnefnari fyrir vegalengdir og auðnir.
Í munni Ástrala er ekkert fjarlægara og eyðilegra en
Bourke. Loftslagið í
fylkinu er jafnfljölbreytt og landslagið.
Tiltölulega temprað loftslagið meðfram ströndinni verður
heitt og jaðartrópískt og mjög heitt og þurrt allra vestast.
Meðalársúrkoman á Vestursléttunum er 200 mm og þurrkatímabil
eru algeng. Í vesturhlíðunum
er nægileg úrkoma og u.þ.b. 2000 mm á ári
Íbúarnir. Fylkið er hið þéttbýlasta í álfunni. Árið 1992
bjuggu þar tæplega 6 miljónir manna (7½ íbúi á hvern km²).
Flestir búa á láglendinu við ströndina og 75% á Sydney-,
Newcastle- og Wollongong-svæðinu.
Rúmlega 27% allra frumbyggja landsins búa í fylkinu en þeir
eru aðeins 1% af heildaríbúafjölda fylkisins.
Helztu
borgir.
Sydney er stærsta borg Ástralíu (tæpl. 3,8 miljónir 1993),
mesta samgöngumiðstöðin og aðalmenningarmiðstöð landsins.
Í samkeppninni við Melbourne í Viktoríu hefur Sydney
forskot á sviðum viðskipta, iðnaðar og ferðaþjónustu.
Sydney er einnig meðal fegurstu og áhugaverðustu borga heims. Höfnin þar er einstæð og baðstrendurnar frábærar.
Helztu kennimerki borgarinnar eru Óperuhúsið og hafnarbrúin.
Síðla á níunda áratugi 20. aldar bjuggu tæplega 23% fólks
af ítölskum uppruna og tæplega 73% fólks af líbönskum uppruna í
borginni. Samtímis
bjuggu 18.600 frumbyggjar þar (0,6% af borgarbúum).
Aðrar
helztu borgum fylkisins eru Newcastle (428 þúsund 1991) og
Wollongong (211 þ. 1991). Þær
eru báðar í suðurhluta strandlengjunnar eins og Sydney.
Newcastle var upphaflega fanganýlenda, sem dafnaði vegna
kolavinnslu í Hunter-dalnum. Síðar
bættust stálver, verzlun og viðskipti og vínræktin í Hunter-dalnum
við atvinnuvegi borgarinnar. Wollongong
er einnig stálvinnsluborg með mikilvægri höfn og kolaframleiðslu.
Þessar tvær iðnaðarborgir eru mjög frábrugðnar öðrum
þéttbýlisstöðum á austurströnd fylkisins, sem byggjast á ferðaþjónustu,
fiskveiðum, ostruræktun og byggðum ellilífeyrisþega.
Námubærinn
Broken Hill, sem byggist á auðugustu silfur-, sínk- og blýnámum
heims, er á margan hátt afskekktur eins og Bourke, þótt hann sé
sunnar og vestar með tengsl við Suður-Ástralíu, Adelaide og
Sydney. Aðrar mikilvægar
héraðsborgir eru kolaborgirnar Maitland og Lismore auk bæjanna
Tamworth og Goulburn uppi á hásléttunni.
Allra vestast eru Broken Hill og Albury og í miðvesturhlutanum
eru Wagga Wagga, Orange og Dubbo.
Efnahagslíf
fylkisins, sem byggist að mikið á iðnaði, er hið umsvifamesta í
Ástralíu (34% af vergri þjóðarframleiðslu landsins) og næst í
röðinni er Viktoríufylki. Landbúnaðurinn,
sem byggist á mjólkurframleiðslu með ströndum fram og ræktun
hveitis og nautakjötsframleiðslu inni í landi, er einnig mikilvægur.
Einnig er mikið ræktað af banönum og baðmull. Viðskipti (heild- og smásala) vega u.þ.b. 14,5% í
fylkisframleiðslunni, fjármálastarfsemi, fasteignasala og önnur viðskipti
vega 12,5% og samgöngur og fjarskipti 8,9%.
Höfuðstöðvar 60 stærstu fyrirtækja landsins eru í
Sydney, sem er aðalfjármálamarkaður asíska Kyrrahafssvæðisins.
Sydney er líka miðstöð upplýsinga- og fjarskiptatækni.
Efnahagur fylkisins tók frekari fjörkipp vegna ólympíuleikanna,
sem voru haldnir þar árið 2000.
Stjórnsýsla.
Þing fylkisins starfar í tveimur deildum (99 + 42).
Kosningaréttur miðast við 18 ára aldur.
Sagan. Þegar Evrópumann fóru að koma sér fyrir á svæði núverandi
fylkis, var þar talsverður fjöldi innfæddra búsettur á veiðilöndum
sínum. Landnámið olli
nokkrum árekstrum á fyrstu árunum.
Arthur Phillip, skipstjóri, dró brezka fánann að húni við
Sydney-víkina 26. janúar 1788 eftir að hafa hafnað fyrirhuguðu
landnámi á svæði við Botany Bay, sem hann taldi óhæft til búsetu,
og rambaði á núverandi Jackson-hafnarsvæðið með fjölda víkna
og góðra hafnarskilyrða. Þarna
var stofnuð lítil fanganýlenda.
Hún átti erfitt uppdráttar í upphafi vegna hirðuleysis og
leti fanganna, sem kunnu lítið eða ekkert fyrir sér.
Hermennirnir, sem áttu að gæta þeirra, þjáðust af heimþrá
og létu illa að stjórn. Það
var erfitt að rækta þetta fagra land og við lá, að íbúar nýlendunnar
dæju úr hungri. Talsverður
fjöldi innfæddra bjó samtímis á Nýja Suður-Wales- svæðinu,
einkum við Sydney-víkina. Arthur
Phillip reyndi að rækta sambandið við þá en þeir féllu eins og
flugur fyrir evrópskum sjúkdómum, s.s. bólusótt, sem breiddist út
eins og logi um akur.
Eftirmönnum Phillips tókst ekki miklu betur upp en honum þar til
Lachlan Macquarie tók við 1810.
Hann afnam romm sem gjaldmiðil og reyndi að bæta siðferðið
í nýlendunni. Hann
hvatti til landkönnunar á Bláfjallasvæðinu, lagðist gegn stórum
landnámum, tók upp mannúðlegri meðferð á föngunum og studdi kröfur
fanga, sem höfðu afplánað refsingu sína, um aukið lýðræði í
nýlendunni. Hann á líka
heiðurinn af mörgum fegurstu nýlendubyggingum Sydney, sem fanginn
og arkitektinn Francis Greenway tekinaði eftir að Macquarie hafði náðað
hann.
Árið
1813 fundu Gregory Blaxland, William Lawson og William Charles
Wentworth leið yfir Bláfjöll í leit sinni að beitilandi fyrir
vaxandi fjölda sauðfjár, sem þeir fundu á frjósömum sléttunum
handan þeirra. Í kjölfarið settist þar að fjöldi landnema án leyfis
og þeir náðu talsverðum pólitískum áhrifum, Port Phillip byggðist
og grundvöllur Viktoríufylkis var lagður.
Lög voru sett til að berja niður völd landtökumannanna.
Frjáls verzlun og sambandshreyfingar voru aðaláherzlumálin
alla 19. öldina. Síðla
á níunda áratugi aldarinnar og fram að aldamótum var Sydney miðpunktur
borgaralegra bókmenntahreyfinga.
Þá komu fram á sjónarsviðið margir rithöfundar, sem
fengu ekki jafngóða dóma og síðari tíma lesendur gáfu þeim.
Meðal þeirra voru Henry Lawson, Joseph Furphy, Christopher
Brennan og Andrew („Banjo”) Paterson.
Nokkrir kvenrithöfundar og skáld öðluðust frægð (Barbara
Baynton, Miles Franklin, Dame Mary Gilmore og Louise Lawson).
Flestar þeirra fengu umfjöllun í bókmenntatímariti, Sydney
Bulletin, sem er enn þá gefið út undir öðrum formerkjum.
Heimskreppan á fjórða áratugi
20. aldar hafði mikil áhrif á efnahagslífið í Nýja Suður-Wales.
Síðari heimsstyrjöldin olli uppsveiflu og mikilli fjölgun
íbúa á svæðinu, sem er kallað Sydney/Newcastle/Wollongong.
Aukið sjálfstæði þessa svæðis olli efnahagsörðugleikum
vegna mikillar samkeppni í iðnaði.
Kreppan á árunum 1970-90 var erfið og mikið dró úr
framleiðslu. Íbúar
fylkisins telja það forystufylki landsins en fólkið í öðrum
fylkjum fellst ekki á það umræðulaust og telur að eini grundvöllur
slíkra fullyrðinga sé sögulegur.
Undirbúningur Ólympíuleikanna í Sydney árið 2000 var
spennandi uppgangstími í fylkinu. |