Ástralía loftslagið,
Flag of Australia


LOFTSLAGIÐ
ÁSTRALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ástralía er þurrt meginland.  Meðalársúrkoma tveggja þriðjunga landsins eru minni en 500 mm og rúmlega þriðjungur tæplega 100 mm.  Meðalúrársúrkoma 10% landsins er rúmlega 400 mm.  Snjósvæði Tasmaníu og á Kosciusko-fjallssvæðinu eru stundum mun stærri en í Sviss en í heildina tekið er Ástralía mjög heitt land, þannig að uppgufun er mikil og úrkoman nýtist illa.  Ástralar eru e.t.v. meðvitaðri um náttúruna loftslagið en flestar aðrar þjóðir vegna þess, hve þeir meta útiveru mikils og mikilvægis nýtingar lands til ræktunar og beitar.  Íslendingum finnst þeir vera á heimaslóðum, þegar þeir heyra, hve mikið Ástralar tala um veðrið.

Aðaláhrifavaldar loftslagsins eru lega landsins, lögun þess og stærð.  Þar ríkir hitabeltisloftslag og jaðartrópískt á milli breiddargráðanna 10°41’S og 43°39’S.  Engir flóar eða firðir skerast nógu djúpt inn í landið og einu stóru háslétturnar eru nærri austurströndinni og þær eru ekki háar miðað við önnur hásléttusvæði jarðar.

Á sumrin, þegar sólin er í hvirfilpunkti í Norður-Ástralíu, er gífurlega heitt.  Hafið dregur ekki mikið úr hitanum og háslétturnar eru ekki nógu háar til að draga úr honum nema á einstaka stað.  Mestur hluti innlandsins nýtur engrar skýjahulu til að draga úr hitanum, sem fer oft yfir 38°C á daginn og vegna þess, hve mjög hitinn fellur, þegar sólin sezt, verður útgeislun mjög mikil á nóttunni.  Í heildina tekið er hitastig hátt á sumrin nema á Tasmaníu.  Hitabylgjur eru algengar, einkum í norðvesturhluta Vestur-Ástralíu, þótt mesta útgeislun sólar sé í norðurhluta Suður-Ástralíu.  Hámarkshiti í Marble Bar er 38°C í 162 daga á ári.  Vetrarhitafar í Tasmaníu er milt nema á hálendinu, og oft snjóar á veturna í Suðaustur-Ástralíu.  Næturfrost er algengt í Suður-Ástralíu og inni í landi.

Vegna legu sinnar á hnettinum er norðurhlutinn í suðaustur-staðvindabeltinu og suðurhlutinn í vestur-staðvindabeltinu.  Norðurhlutinn fær sinn skammt af norðurmonsúnvindunum, aðallega vegna legunnar en einnig vegna hreyfingar vindbeltanna og yfirborðshitunar meginlandsins, sem dregur til sín kaldara loft.  Monsúnvindarnar valda úrkomu meðfram norðurströndinni og mislangt inn í landið eftir staðháttum.  Þessi úrkoma er mikilvæg vegna þess, að norðurhlutinn er að mestu í regnskugga austurhásléttnanna, þegar suðaustur-staðvindarnir ríkja á sumrin.  Austurháslétturnar beina staðvindunum upp á við og þá losnar um mikla úrkomu með ströndum Queensland og norðurhluta Suður-Wales.  Þarna geisa einnig fellibyljir hitabeltisins og þetta er úrkomusamasti hluti meginlandsins.  Mest rignir á Cairns-svæðinu.

Suður-Ástralía fær sína úrkomu úr lægðasvæðum, sem eru tengd vestanvindabeltinu.  Þar er úrkoman meiri á hálendi en láglendi.  Meðalársúrkoman í hlutum Lofty-fjallgarðsins í Suður-Ástralíu fer yfir 1000 mm á ári en í Adelaide í vestri er hún u.þ.b. helmingi minni og á Murray-sléttunum tæplega 400 mm.

Meðalársúrkoman á hinu gríðarstóra innlandssvæði er tæplega 500 mm og á stórum svæðum helmingi minni.  Við Eyre-vatn er hún tæplega 75 mm.  Úrkoman á þessum slóðum er óstöðug, þannig að skyndileg úrfelli eftir langvarandi þurratímabil geta valdið háskalegum flóðum.  Óhætt er að fullyrða, að úrkoman sé ákaflega mismunandi milli landshluta og einnig innan þeirra.  Ekki er hægt að reiða sig á langtímameðaltöl milli ára.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM