Ipswich
er borg í Queensland við Bremer-ána vestan Brisbane.
Hún er við vegamót leiðanna til Darling Downs og
Efri-Brisbane-dals. Umhverfis
Ipswich eru mestu kolanámur fylkisins og þar er líka stórt landbúnaðarhérað.
Helztu iðnfyrirtæki borgarinnar vinna ull.
Borgin var stofnuð 1829 og áætlaður íbúafjöldi 1991 var rúmlega
73 þúsund. |