Geelong
er hafnarborg við Corio-fjörð (innfjörður úr Port Philip-flóa) í
Viktoríufylki í Suðaustur-Ástralíu, u.þ.b. 61 km suðvestan
Melbourne. Hún er önnur
stærsta borg fylkisins. Þarna
er góð höfn með járnbrautatengingum og tækjum til útskipunar
ullar og hveitis og upphaf hinnar svokölluðu Stóru sjávarleiðar.
Aðaliðnaðurinn tengis olíuhreinsun, framleiðslu hveitis,
salts og ullardúks. Þarna
eru samsetningarverksmiðjur fyrir bíla og landbúnaðartæki auk fjölda
víngerða. Borgin er
mikilvæg miðstöð viðskipta.
Geelong
fékk borgarréttindi 1849 og óx hratt, þegar gull fannst í fylkinu
1851. Þangað kom fjöldi
innflytjenda á þeim tíma og mikið var flutt út af gulli.
Deakin-háskóli (1974) og fjöldi áhugaverðra bygginga
(listasafnið, Ullarsafnið og Tollhúsið) eru í borginni. |