Fremantle
er borg í Vestur-Ástralíu við Indlandshaf við ósa Swanárinnar.
Hún er hluti af Stór-Perth-svæðinu og aðalhafnarborg
fylkisins. Höfnin stór og
veigamikil miðstöð á siglingaleiðum milli Ástralíu, Suður-Afríku
og Evrópu. Stærstu iðnfyrirtækin
eru skipasmíðastöðvar, stálver, húsgagnaverksmiðjur, hveiti- og sögunarmyllur,
sápuverksmiðjur og brugghús.
Helztu
útflutningsvörur eru timbur, hveiti, ull og ávextir.
Borgin var stofnuð árið 1829, skömmu eftir að Charles
Fremantle, skiptstjóri, kom á skipinu Challenger, og í fyrstu var þar
mikilvæg vinnsla hvalaafurða. Hún
er meðal elztu bæja landsins og þar er fjöldi velvarðveittra minja
frá nýlendutímanum, s.s. Sjóminjasafnið (1852) og Listasafn
Fremantle, sem fangar byggðu sem geðsjúkrahús á sjöunda áratugi
19. aldar. Árið 1987 var
Ameríska siglingakeppnin haldin úti fyrir borginni.
Áætlaður íbúafjöldi 1991 var tæplega 24 þúsund. |