Canberra Ástralía,
Flag of Australia


CANBERRA
ÁSTALÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Canberra er höfuðborg Bandaríkja Ástralíu og er í Ástralska höfuðborgarfylkinu (ACT) í suðausturhluta landsins, u.þ.b. 240 km suðvestan Sidney.  Borgin er beggja vegna Molonglo-árinnar, sem er þverá Murrumbidgee-árinnar.

Lítil byggð hjarðmanna, Canberry eða Canbury, þróaðist þar frá 1824.  Árið 1836 var nafnið orðið að Canberra.  Á tungu frumbyggjanna þýðir nafn borgarinnar „mótstaður”.  Í kjölfar stofnunar bandaríkja landsins 1901 var þessi staður valinn til uppbyggingar höfuðborgar Ástralíu árið 1909.  Alþjóðlegri samkeppni um skipulag borgarinnar var hrundið af stokkunum 1911 og bandaríski arkitektinn Walter Burley Griffin varð hlutskarpastur.  Uppbyggingin hófst 1913 en tafðist í fyrri heimsstyrjöldinni.  Hinn 9. maí 1927 var þingið flutt frá Melbourne til Canberra við hátíðlega athöfn.

Borgin er á sléttu við rætur fjallhryggs (1900m), sem teygist út frá Áströlsku Ölpunum.  Sumrin þar eru hlý og vetur svalir og úrkoma talsvert minni en á hálendinu umhverfis.  Borgin er í stöðugum vexti og upprunalegt skipulag gildir einungis í miðborginni og nærliggjandi úthverfum, sem eru í kringum manngert stöðuvatn, sem var myndað með stíflu í ánni 1963 og helgað minningu Walter Burley Griffin.  Aðaluppbygging íbúðahverfa er í næstu nágrannabæjum, s.s. Weston Creek (1962), Belconnen (1966) og Tuggeranong (1975).  Skipulagning þessarar uppbyggingar var í höndum skipulagsnefndar borgarinnar, sem var undir stjórn fylkjanna til 1989, þegar fastanefnd var skipuð.

Léttur iðnaður er víða stundaður í borginni og ferðaþjónusta er vaxandi atvinnuvegur.  Meðal mest áberandi bygginga borgarinnar eru Ríkisháskólinn (1936), skoðunarstöðin Mt Stromlo (1924), Þjóðarbókhlaðan (1968), Hæstiréttur (1981), Þjóðlistasafnið (1982), kirkja hl. Jóhannesar skírara (1845), ástralska stríðsminnismerkið (1941), þinghúsið (1988) og tækni- og menntaskólar.  Í borginni er einnig miðstöð rannsókna á sviðum vísinda og iðnaðar og herskóli landsins.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1996 var tæplega 300 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM