Cairns
er borg á norðausturströnd fylkisins Queenland við Þrenningarflóa,
u.þ.b. 1800 km norðan Brisbane.
Hún er meðal þeirra borga landsins, sem stækka hraðast.
Auk þess að vera miðstöð framleiðslu mjólkurvöru, timburs
og sykurs er borgin mikill ferðamannastaður, því að hún liggur vel
við ferðalögum inn í óbyggðir York-skagans.
Þjóðgarðarnir Wet Tropics of Queensland og Stóra kóralrifið,
báðir á verndunarskrá UNESCO, eru innan seilingar frá borginni og
sjóstangaveiði er mjög vinsæl.
Umhverfis borgina eru skógi vaxin
fjöll og vatnsorkuverið Barron River Gorge er í grenndinni.
Árið
1984 var opnaður millilandavöllur við borgina.
Brezki sæfarinn og landkönnuðurinn James Cook nefndi Þrenningarflóa
fyrsta sunnudag eftir hvítasunnu 1770.
Evrópumenn settust að á Cairn-svæðinu 1876 og komu upp
hafnaraðstöðu fyrir gullsvæðið við Hodkinson-ána (100 km inni í
landi).
Bygðin var nefnd eftir William Wellington Cairns, sem var
landstjóri í Queensland um miðjan áttunda áratug 19. aldar.
Árið 1885 fékk Cairns kaupstaðarréttindi og borgarréttindi
1923. Áætlaður
íbúafjöldi 1991 var í kringum 65 þúsund. |