Broome
er hafnarborg við norðurströnd Roebruck-flóa í Vestur-Ástralíu.
Þessi hluti strandarinnar var kannaður 1688 og 1699, þegar
enski ævintýramaðurinn og sjóræninginn William Dampier var á ferðinni,
og skýrsla hans um gróðurlaust og óaðlaðandi umhverfið latti fólk
til landnáms síðar. Uppgötvun perluskeljamiða fyrir ströndinni 1883 leiddi til
landnáms og svæðið var nefnt eftir Sir Frederick Napier Broome,
landstjóra (1883-91). Þarna
óx og dafnaði miðstöð perluviðskipta, sem dró úr á fjórða áratugi
20. aldar og hrundi, þegar gerviperlur komu á sjónarsviðið á sjötta
áratugnum. Nú er skrapað saman ófullvöxnum ostrum á miðunum til að
selja til perlubúgarða við Kure-flóa, 400 km norðaustar.
Broome
er við norðurþjóðveginn mikla til Perth, 2300 km í suðvestri, og
er aðalþjónustumiðstöð Kimberley-svæðisins, sem er beitiland
fyrir nautgripi. Kjötvinnslufyrirtæki
borgarinnar flytur afurðir sínar út frá 825 m langri bryggju, sem
var byggð til að mismunur flóðs og fjöru (9m) hefði sem minnst áhrif
á starfsemina. Olíuborun
fyrir ströndinni og vinnsla náttúrugass eru veigamiklir atvinnuvegir.
Japanar réðust á borgina í síðari heimsstyrjöldinni.
Áætlaður íbúafjóldi 1991 var tæplega 9 þúsund. |