Brisbane Ástralía,
Flag of Australia


BRISBANE
ÁSTRALÍA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Brisbane er höfuðborg Queensland-fylkis í Norðaustur-Ástralíu við Brisbane-ána nærri Moreton-flóa.  Hún var nefnd eftir Sir Thomas Brisbane, landstjóra Nýja Suður-Wales á landnámstímanum.  Brisbane er hin fjórða stærsta fylkishöfuðborga Ástralíu með á aðra miljón íbúa um miðjan níunda áratug 20. aldar. 

Brisbane var upprunalega ekki skipulögð sem borg.  Þarna var skipulögð fanganýlenda, sem var undir ströngum aga og vakti ótta.  Borgin óx skipulagslaust við bugðu í ánni eftir að aðrar byggðir í grenndinni voru yfirgefnar af ýmsum ástæðum.  Þegar verkfræðingar fóru að skipuleggja borgina árið 1839, stóðu þeir frammi fyrir mikilli óreiðu.  Þarna stóðu vistarverur fanga úr steini, sem áttu upprunalega að vera timburhús.  Þessir svefnskálar urðu því útgangspunktur og réðu legu Drottingargötu, sem átti að verða meginumferðaræð borgarinnar.  Útkomar varð borg með breiðum götum, stórum útivistarsvæðum og nútímabyggingum.

Loftslagið
er jaðartrópískt með heitum dögum frá október til marz (25°C og mildu veðri á öðrum tímum árs (lágmarkshiti 15°C).  Líkt og annars staðar í fylkinu er úrkoma mest í sex mánuði á sumrin (nóv.-apríl).  Vegna þess, hve lágt borgin liggur, er hætt við flóðum á regntímanum.

Efnahagur borgarinnar byggist á kvikfjárrækt og námugreftri.  Höfn borgarinnar býður 3 km langt viðlegupláss fyrir hafskip, sem komast til borgarinnar um skipaskurð.  Í kringum 95% af gámum, sem fluttir eru til og frá fylkinu, fara um höfnina í Brisbane.  Helmingur útflutnings baðmullar og kjöts Ástralíu fer um höfnina.  Ull er aðalútflutningsafurð borgarinnar en einnig er mikið flutt út af frosnu kjöti, húðum, sykri, mjólkurvörum, maís, kolum og baðmull.  Iðnaðurinn byggist á framleiðslu matvæla, vélknúinna farartækja, bjórs, fatnaðar, tóbaks, skófatnaðar og véla auk sútunar og litunar.

Ferðaþjónusta hefur farið vaxandi og tók fjörkipp eftir að Samveldisleikarnir voru haldnir í borginni 1988.  Auk áhugaverðra staða í borginni laða Gullströndin í 60 km fjarlægð og Stóra kóralrifið í norðri til sín æ fleiri ferðamenn.  Aukin umferð um millilandaflugvöllinn gerði borgina að annarri mikilvægustu viðskiptaborg landsins árið 1995 í stað Melbourne.

Áhugaverðir staðir.  Í kringum 1970 var fjöldi gatna borgarinnar ófullgerður og frumbýlingsyfirbragð hennar var víðfrægt eins og kemur fram í sögum margra rithöfunda, sem ólust upp í henni á þessum tíma (David Malouf í Jonno 1975 og Edmonstone-gata 12 frá 1986).  Framfarir og þróun voru mótsagnakennd vegna óska og viðleitni til að varðveita fortíðina.  Meðal húsa, sem hafa varðveitzt, eru Þinghúsið (1868), aðalbrautarstöðin (1901), Þjóðarhöllin með svölum og smíðajárnshandriðum, ráðhúsið og einu byggingarnar, sem eftir standa af fangelsinu, verzlunin (Commissariat Store) við ána og Gamla vindmyllan (1827-29), sem var síðan gerð að stjörnuskoðunarstöð á hæð nærri Wickham-garðinum.

Í ráðhúsinu er Listasafn og safn til sögu Brisbane.  Earlystreet Historica Village er útisafn, þar sem mörg hús Queensland-fylkis eru varðveitt.  Miegunyah-byggðasafnið (staurahús frá 1886) sýnir lífs- og starfskilyrði nýlendukvenna og Newstead House, 4 km frá miðborginni, er frá fyrstu árum 19. aldar og elzta íbúðarhús borgarinnar.  John Wickham, skipstjóri HMS Beagle í mælingaferð til Ástralíu, átti það.  Á suðurbakka árinnar er nýleg bygging (1985) er blandað listasafn, rétt handan Viktoríubrúarinnar.  Þar er Queenland listasafnið með áhugaverðum söfnum ástralskra listamanna, ríkislistasafnið og listaleikhúsin.  Háskóli Queensland (1910), Tækniháskóli Queensland (1910; fyrst sem Tæknistofnunin 1965) og Griffith-háskólinn (1971) eru allir í Brisbane.

Í Suðurbakkagörðunum standa enn þá merki um Expo-sýninguna 1988.  Aðrir vinsælir garðar eru Grasagarðurinn, Viktoríugarðurinn, Albertsgarður, Musgrave-garðurinn og Brisbaneskógargarður, sem er náttúrulegt svæði upp á 250 km ferkílómetra.  Við rætur Coot-tha-fjalls (229m) er annar grasagarður með náttúrulegri flóru og hitabeltisplöntum í gróðurhúsum.  Handan Cook-brúar við Gammagötu (Vulture Street) eru hinir frægu krikketvellir Brisbane í Woolloongabba („Gabba”).  Utan borgar eru verndarsvæðin tvö, Bunya Park-villidýragarðurinn og Lone Pine Koala Sanctuary.

Í úthverfum Brisbane, sem ná yfir nærliggjandi hæðir og dalverpi, standa enn þá nokkur staurahús, sem eru einkenn

Brisbane's suburbs, ranging over the nearby hills and valleys, have examples of the tropical stilt houses characteristic of the area. Suburban growth has been to the north-west, south-west, and south-east. Expansion directly east is impeded by the Moreton Bay coastal inlet and directly west by the hills of the Taylor Range. City traffic is forced into a fairly tight concentration and air pollution is a problem which prevailing winds exacerbate.

Sagan
.  Fyrstu íbúar á svæðinu komu frá Suðaustur-Asíu fyrir u.þ.b. 40.000 árum.  Hollenzku sæfararnir Willem Jansz (1606) og Jan Carstens (1623) rannsökuðu Norður-Queensland-ströndina og Cook skipstjóri skírði Moreton-flóa 16. maí 1770 í ferð sinni norður með austurströndinni.  Síðar knúðu þarfir Breta á um stofnun fleiri fanganýlendna.  Árið 1823 sendi landstjórinn, Sir Thomas Brisbane, John Oxley til að rannsaka aðstæður fyrir fanganýlendur norðan Sidney.  Oxley sigldi inn í Moreton-flóa í nóvember 1823.  Upprunaleg byggð var á Redcliffe-höfða við flóann en ári síðar (1825) var það flutt á núverandi stað við Brisbane-ána, nærri árósunum, þar sem heitir nú Árbítsá.  Byggðinni var gefið nafnið Edinglassie, sem vék fljótt fyrir Brisbane Town.

Stofnun þessarar fanganýlendu fól á engan hátt í sér nærveru annarra landnema en eftir 1840 fóru einstaklingar að þrýsta á um landnám á Brisbane-svæðinu.  Fyrstu landnemarnir, sem settust þar að í leyfisleysi með þúsundir sauðfjár og nautgripa, komu sér fyrir í Darling Downs árið 1840 og næsta ár hófst frjálst landnám við Moreton-flóa og fyrstu uppboð lands hófust í Brisbane.  Þessu fylgdi mikil ringulreið og við lá, að byggðin eyddist og hún þróaðist skipulagslaust.  Árið 1859 varð Queensland opinberlega nýlenda og Brisbane varð höfuðborg hennar með 5000 íbúa.

Oft kom til árekstra við innfædda á árdögum Brisbane og það tók tíma áður en byggðin losnaði undan óorðinu, sem lá á einhverri verstu fanganýlendu sögunnar við Moreton-flóa.  Gullfundir við Charters Towers 1872 og The Palmer 1873 ollu aðstreymi þúsunda Evrópumanna og kínverja næstu árin og Brisbane blómstraði.  Eftir 1890 var borgin orðin velmegandi og velskipulögð á nokkurn veginn jafnstóru svæði á höfðanum og nú.  Árið 1902 fékk hún borgarréttindi.

Gull og aðrir málmar fundist í kjölfar aukinnar kvikfjárræktar og Brisbane stækkaði og byggðin þéttist fram að síðari heimsstyrjöldinni, þegar Douglas MacArthur, hershöfðingi, gerði hana að aðalstöðvum sínum.  Hún breyttist í einu vetfangi í nokkurs konar herstöð og fjöldi hermanna þyrptist þangað.  Strax eftir stríðið virtist borginni ekki ætlað að verða annað en miðstöð landbúnaðar en árið 1970 fór hún að þenjast út.  Yfirbragð hennar breyttis með nýjum byggingum og hún varð að miðstöð ferðaþjónustu, m.a. vegna nálægðar við Gullströndina og Stóra kóralrifsins.

Straumur innflytjenda lá til Ástralíu í kjölfar stríðsins en fáir þeirra settust að í Brisbane, þannig að manntalið 1991 leiddi í ljós, að 80,7% íbúanna voru innfæddir Ástralar.  Engin önnur fylkishöfuðborg Ástralíu hafði færri innflutta íbúa í þessu manntali nema Hobart.  Á áttunda áratugnum jókst aðstreymi innflytjenda til Brisbane allmikið.

Á áttunda og níunda áratugnum, þegar hinn umdeildi Johannes Bjelke-Petersen var forsætisráðherra, komst Brisbane og fylkið í framlínu efnahagslegs blómaskeiðs í landinu.  Árið 1983 fékk flokkur Bjelke-Petersen, Þjóðarflokkurinn, nægilega meirihluta til að stjórna fylkinu einn.  Á þessum hápunkti velmektar fóru ýmis mál að koma upp á yfirborðið.  Kjörnefndin var sökuð um kosningasvik og lögreglan var sökuð um spillingu.  Hinn 17. júlí 1987 hófust rannsóknir Fitzgerald-nefndarinnar vegna ásakana um vændi, fjárhættuspil og klám undir verndarvæng lögreglunnar.  Niðurstöður hennar leiddu til endaloka stjórnar Þjóðarflokksins í desember 1989.

Á tíunda áratugnum tók Queensland virkan þátt í sameiginlegum aðgerðum fylkjanna í kjölfar Mabo-dómsins, sem tók af skarið um afhendingu lands til frumbyggjanna.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM