Bathurst Ástralía,
Flag of Australia


BATHURST
ÁSTRALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Bathurst er borg í Nýja Suður-Wales í Suðaustur-Ástralíu vestan Bláfjalla við Macquarie-ána og við enda Stóru vesturhraðbrautarinnar frá Sidney.  Borgin er þjónustumiðstöð stórs landbúnaðarhéraðs, sem framleiðir lambakjöt, korn, tumbur, ávexti og grænmeti.  Iðnaður er allfjölbreyttur í borginni, vélbúnaður, plastvörur, niðursuða grænmetis, fiskvinnsla, leirmunagerð og húsgagnagerð.  Bathurst er elzta innlandsbyggð Ástralíu, stofnuð 1815, og gefið nafn þáverandi nýlendumálaráðherra Breta, þriðja jarlinum af Bathurst.  Þá bjuggu þarna innfæddir af Wiradiuri-kyni, sem börðust gegn búsetu hvíta mannsins í mörg ár.  Vöxtur borgarinnar byggðist fyrsta gullfundi í Ástralíu 1851. Íbúum hennar fjölgaði mjög í kjölfarið og árið 1885 fékk hún borgarréttindi.  Þar eru dómkirkjur ensku og katólsku kirkjunnar og Charles Sturt-háskólinn (1989), sem var stofnaður á grunni Mitchell-framhaldsskólans og Riverina-Murray-stofnunarinnar.  Ökuleiðin frá Bathurst í kringum Útsýnisfjall er fræg fyrir fegurð og er hluti kappakstursleiðar.  Fyrrum forsætisráðherra Ástralíu, Joseph Chifley, fæddist í borginni 1885.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var rúmlega 27 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM