Ballarat Ástralía,
Flag of Australia


BALLARAT
ÁSTRALÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Ballarat er borg í suðausturhluta Ástralíu, Viktoríufylki, við Yarrowee-ána.  Hún er u.þ.b. 60 km norðvestan Melbourne og er miðstöð viðskipta, iðnaðar og samgangna.  Iðnframleiðslan er aðallega vélbúnaður, efnavörur, matvæli og pappírsvörur.  Gull er ekki lengur grafið úr jörðu og leir er kominn í staðinn.  Landbúnaður er einnig veigamikill til afurðavinnslu.  Ballarat var stofnuð 1852 eftir að auðugar gullnámur fundust í grenndinni.  Þarna óx hratt stærsta byggð inni í landinu og árið 1854 varð hún vettvangur frægra verkfallsaðgerða námumanna við Eureka Stockade.  Á Sovereign-hæð er eftirmynd af Ballarat frá árunum eftir 1840, sem er fjölsóttur af ferðamönnum.  Í borginni er háskóli og námuskóli, sem er elzti tækniskóli Ástralíu (1870). Þarna standa dómkirkjur ensku og katólsku kirkjunnar.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var 65 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM