Argentína stjórnsýsla,
Flag of Argentina


ARGENTÍNA
STJÓRNSÝSLA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Sambandslýðveldið Argentína telur 23 fylki auk höfuðborgarinnar, Buenos Aires.  Skipting landsins í fylki varð niðurstaða langrar baráttu milli stuðningsmanna hennar og þeirra, sem aðhylltust eina stjórn fyrir allt landið.  Stjórnarskráin frá 1853 var löguð að hinni bandarísku og árið 1994 sá hún dagsljósið.  Hún gerði ráð fyrir að forsetar landsins mættu bjóða sig fram til tveggja kjörtímabila í senn, sem var ekki leyft áður, og nokkrar aðrar breytingar greindu hana frá stjórnarskránni frá 1853.

Framkvæmdavaldið
er í höndum forsetans, sem er kjörinn ásamt varaforseta til fjögurra ára hverju sinni.  Forsetinn er æðsti yfirmaður hersins og skipar forsætisráðherra og alla embættismenn, borgaralega og í hernum.  Þingið er í tveimur deildum, 72 þingmanna öldungadeild og 257 sæta fulltrúadeild.  Öldungar eru kosnir til sex ára, þrír frá hverju fylki og höfuðborginni.  Þingmenn fulltrúadeildarinnar eru kosnir til fjögurra ára í samræmi við íbúafjölda kjördæmanna.  Hvert fylki hefur sína eigin stjórn, sem annast löggjafar-, framkvæmda- og dómsvald, líkt og alríkisstjórnin.

Réttarkerfi landsins skiptist í ríkis- og fylkisdómstóla.  Dómarar hæstaréttar eru skipaðir með samþykki öldungadeildarinnar.  Sambandsdómarar eru skipaðir til lífstíðar samkvæmt stjórnarskránni, en sumir þeirra starfa einungis þann tíma, sem ríkisttjórnirnar starfa, sem skipuðu þá.

Stjórnmálaflokkar.  Flokkakerfið hefur verið fallvalt, einkum á 20. öldinni.  Fjöldi flokka hefur verið stofnaður, tekið þátt í kosningum og leystst upp við fæðingu annarra.  Meðal stærstu flokkanna eru Róttæki borgaraflokkurinn (miðflokkur, sem hallast lítið eitt til vinstri), Réttlætisflokkurinn (þekktari sem Peronistaflokkurinn; þjóðernis- og verkamannaflokkur), Sameiningarflokkruinn (hófsamur vinstriflokkur klofningsmanna úr Peronistaflokknum) og Sameiningarflokkruinn (frjálslyndir demókratar).

Menntamál.  Argentína er meðal menntuðustu þjóða í Latnesku-Ameríku eins og fjöldi skóla og læsi landsmanna ber með sér.  Skólaskylda gildir fyrir barnaskóla og menntun er líka frí gagnfræðaskólum og æðri menntastofnunum hins opinbera og ríkið styrkir einaskóla.  Æðri menntun leið fyrir ritskoðun og aðrar aðgerðir einræðisstjórna landsins á árunum 1976-83.  Þjóðarháskólinn í Córdoba (1613) er hinn elzti í landinu og háskólinn í Buenos Aires (1821) er hinn stærsti.  Aðrir helztu háskólar eru í Mendoza, La Plata, Rosario og San Miguel de Tucumán.  Tækniháskólinn er í Buenos Aires.

Heilbrigðis- og félagsmál.  Ríkið, fylkin og sveitarstjórnir reka fremur þéttriðið net sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva vítt og breitt um landið.  Þetta kerfi er fjármagnað með ýmiss konar sjúkratryggingum.  Heilsugæzla og sorpförgun eru í góðu lagi í þéttbýli en víða í dreifbýli er pottur brotinn í þeim efnum.  Ýmsar farsóttir, s.s. bólusótt, kólera, gula og berklar, valda ekki lengur vandræðum eða hefur verið útrýmt.

Félagsleg þjónusta þróaðist mjög á fyrri forsetaárum Juan Peróns 1946-55.  Þá var komið á fót almannatryggingakerfi.  Húsnæðisskorts gætir samt sem áður í borgum, einkum vegna stöðugs flótta úr dreifbýlinu til borganna.  Fátækrahverfi verða sífellt stærri í útjaðri þeirra og fólkið notar það sem hendi er næst til að byggja sér skýli.  Þessi fátækrahverfi eru kölluð „miseries” og þar er engin almenn þjónusta veitt.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM