Argentína menningin,
Flag of Argentina


ARGENTÍNA
MENNINGIN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Menning íbúanna hefur á sér evrópskt yfirbragđ, vegna ţess ađ afkomendur Evrópubúa eru fjölmennari en frumbyggjar landsins.  Samt sem áđur leita listamenn, rithöfundar og fjöllistamenn ekki fyrirmynda í Evrópu eingöngu, heldur blanda saman gömlum hefđum og framtíđarsýn nýja heimsins í verkum sínum.  Ţessi ţróun hefur skapa sérstök ţjóđareinkenni, sem koma vel fram í alls konar menningarviđburđum.

Arfleifđ og daglegt líf.
 
Hafnabúar og kúrekar  Íbúar Buenos Aires, „portenos” , kalla glćstu menningarborgina sína oft París Suđur-Ameríku.  Utan höfuđborgarinnar, á Pampassléttunum og inni í landi, hefur Argentína annađ yfirbragđ.  Innlandiđ er hiđ eiginlega ţjóđartákn landsmanna.  Kúrekarnir (gauchos) eiga skipa svipađan sess í ţjóđarvitundinni og í BNA.  Ţessir kynblendingar (mestizos) voru kenndir viđ drykkjuskap, kvennafar og flökkulíf, ţegar bezt lét, og nutu frelsisins á víđáttunum innan um villtar hjarđir criollo-nautgripa og hesta.  Landsmenn sjálfir fóru ađ sjá kúrekann fyrir sér sem einfara í eyđimörkinni, sem átti allt undir sjálfum sér og hugrekki sínu.  Hann varđ ađ standast alls konar harđrćđi og elska landiđ sitt eins og ljóđskáldiđ José Hernández orti 1872 (El gaucho Martín Fierro) og rithöfundurinn Ricardo Güiraldes skrifađi í skáldsögunni „Don Segundo Sombra” (1926).

Matarrćđi.  Deigla menninga gamla og nýja heimsins kemur líka fram í matargerđ Argentínu.  Suđurevrópsk áhrif eru áberandi í borgum landsins, ţar sem morgunverđurinn er gjarnan ţrír sćtir brauđsnúđar (medialunas) og kaffi.  Kvöldverđur er helzt ekki snćddur fyrr en kl. 21:00 ađ spćnskum siđ.  Ítölsku áhrifin birtast helzt í vinsćldum pastarétta.  Áhrif nýja heimsins koma fram í grillsteiktu nautakjöti (parilla), sem fólkiđ borđar miklu fremur en annađ kjötmeti eđa fisk.  Mesta neyzla nautakjöts í heimi er í Úrúgvć og Argentínu, ţar sem menn borđa tvisvar sinnum meira en í BNA.  Maté er te, sem indíánar kenndu landnemunum ađ meta.  Ţađ er sođiđ úr laufi „yerba maté” og er vinsćll drykkur í sveitum landsins.

Tónlist og dans.  Tangó er afsprengi menningarinnar.  Hann spratt upp úr fátćkrahverfum Buenos Aires í lok 19. aldar og náđi vinsćldum um allan heim á skömmum tíma og litiđ var á hann sem tákn menningar Argentínu.  Spćnski tangóinn og e.t.v. argentínski „milonga”-dansinn höfđu áhrif á tangóinn, sem var upprunalega fjörugur dans fátćkrahverfanna.  Eftir ađ söngvarar eins og Carlos Gardel gerđu hann vinsćlan, varđ hann ađ fáguđum saladansi međ rómantísku og dapurlegu undirspili.  Í lok  tuttugustu aldarinnar var hann farinn ađ glata vinsćldum međal yngra fólksins í landinu.  Ţađ vildi fremur dansa viđ rokk- og popptónlist í diskótekunum.  Eldri kynslóđir hafa haldiđ merkinu uppi og erlendir gestir landsins hafa líka hjálpađ til viđ ţróun hans ásamt listamönnunum Astor Piazzolla og Roberto Fripo og ţeirra líkum.

Íţróttir.  Hćfileikar Argentínumanna á pólóvellinum gefa til kynna félagslega skiptingu ţjóđfélagsins, úthald hestanna og tökin, sem knaparnir hafa á ţeim.  Fátćkir verkamenn á búgörđunum geta náđ langt í ţessari íţrótt eđa tamningum, ef ţeir hafa hćfileika og sýna góđan árangur.  Hinir ríku og miđstéttir borganna eru oft međlimir í einkaíţróttaklúbbum, ţar sem ţeir iđka tennis, siglingar eđa kappsiglingar í kraftmiklum hrađbátum.  Ruđningsbolti er vinsćll í nokkrum einkaskólum.  Útivist og göngur eru vinsćlar, einkum í Vatnahérađinu í patagónísku Andesfjöllunum.  Ţar er líka vinsćll skíđastađur, San Carlos de Bariloche.  Á sumrin eru bađstrendur ţétt setnar (Mar del Plata).  Víđa međ ströndum fram er mengun orđin of mikil til bađa (Río de la Plata).

Vinsćlasta íţrótt almennings er knattspyrna, sem Bretar komu Argentínumönnum í kynni viđ á 19. öldinni.  Atvinnuknattspyrnan gefur leikmönnum tćkifćri til ađ verđa vellauđugir og frćgir.  Diego Maradona er talinn hafa veriđ skćrasta knattspyrnustjarna heims á níunda og tíunda áratugi síđustu aldar.  Landsliđ Argentínu skipa sér oftast međal hinna beztu í heimi og hefur oft keppt um heimsbikarinn.

„Pato” (Önd) er gamall leikur, líklega frá 17. öld, sem er leikinn á velli.  Ţar eigast viđ tvenn liđ fjögurra hestamanna.  Knaparnir reyna ađ koma leđurbolta (fyrrum önd í körfu) međ stórum handföngum í mark andstćđingsins, sem er stór gjörđ á staur.

Önnur afţreying.  Ţorri ţjóđarinnar fylgist međ íţróttaviđburđum, kvikmyndum, skemmtiţáttum o.fl. í sjónvarpi.  Spćnska er töluđ inn á erlendar kvikmyndir.  Innlendar og erlendar sápuóperur njóta mikilla vinsćlda.  Kvikmyndir frá BNA og Evrópu eru mjög vinsćlar.  Á tíunda áratugi síđustu aldar jókst sala heimilistölva mikiđ og ţjóđin netvćđist sem örast.

Helztu hátíđisdagar landsmanna eru „Venticinco de Mayo” (afmćli byltingarinnar 25. maí) og „Nueve de Julio” (ţjóđhátíđardagurinn 9. júlí).  Argentínumenn taka sér líka frí um jólin.  Stađbundnar hátíđir eru m.a. „Fiesta del Milagro” í Salta (ţakkargjörđ vegna ţess, hve vel borgin slapp frá jarđskjálftunum 1692), stofnunardagur Górdobaborgar 6. júlí og vínhátíđin í Mendoza í marz.


Listir.  Evrópskra áhrifa, einkum frönskra og spćnskra, gćtir í list Argentínu, en ólgan og margbreytileiki ţjóđlífs Argentínu og annarra latnesk-amerískra ríkja hefur líka sett sinn svip á hana.  Á bókmenntasviđinu urđu nútímahreyfingar s.hl. 19. aldar og framúrstefnumenn f.hl. 20. aldar fyrir áhrifum frá frönsku symbólistunum og parnassísku ljóđskáldunum.  Leopoldo Lugones og Jorge Luis Borges vonuđust til ađ vekja athygli á fegurđ spćnsku tungunnar međ óhefđbundum ljóđum í symbólískum stíl.  Borges varđ einn frjóasti rithöfundur Latnesku-Ameríku.  Hann ruddi brautina fyrir tilraunastarfsemina á síđari hluta 20. aldar, s.s. andskáldsöguna „Ravuela” (1963; Hopscotch) eftir argentínska rithöfundinn Julio Cortázar.  Höfundur skáldsögunnar „El tunnel” (Ađkomumađurinn), Ernesto Sábato, er áhugaverđur.  Hann var formađur starfshópsins, sem tók saman skýrslu um mannréttindabrot í Argentínu 1984, sem var kölluđ „Nunca más” (Aldrei aftur).  Rithöfundurinn og handritahöfundurinn Manuel Puig er bezt ţekktur fyrir „El beso de la muier arana” (Koss köngullóarkonunnar), sem fordćmir kynferđislega og stjórnmálalega kúgun.  Lífstíll og ţjóđlegar hefđir í Pampas eru í hávegum hafđar í verkum José Hernández, Domingo Faustino Sarmiento, Ricardo Güiraldes og Benito Lynch í lok 19. og upphafi 20. aldar.

Tónskáld fyrri hluta 20. aldar, s.s. Alberto Williams og Carlos López Bucharco, lögđu mikiđ af mörkum til ţjóđlegrar endurvakningartónlistar međ ţví ađ sameina ţjólega og kúrekatónlist á klassískum nótum.  Einni kynslóđ síđar gerđu Alberto Ginastera og Juan Carlos Paz tilraunir međ samtímatónlist í Evrópu og Vesturheimi.  Málarar og myndhöggvarar lćrđu gjarnan listir sínar á Ítalíu og Frakklandi og komu heim međ akademískan, impressjónískan og kúbískan stíl í farteskinu.  Síđar urđu listamennirnir fyrir áhrifum af mexíkóskum veggmálverkum og abstrakt og poppverkum í BNA.  Argentísk kvikmyndasaga hófst á fjórđa áratugi 20. aldar.  Međal áhugaverđra verka frá síđari hluta 20. aldar er „La historia official” (Hin opinbera saga), sem er drama um ólöglega ćttleiđingu barna fanga, sem voru myrtir í „skítuga stríđinu” á árunum 1976-83.

Fjölmiđlar í Argentínu eru vel í stakk búnir međal latnesk-amerískra ţjóđa.  Í Buenos Aires eru stćrstu dagblöđin gefin út og mörg ţeirra eru á netinu.  „Clarín” kveđst hafa mesta útbreiđslu.  Tvö önnur stórblöđ, La nación (stofnađ 1870) og La prensa (stofnađ 1869) hafa góđan orđstír í hinum spćnskumćlandi heimi og annars stađar í dagblađaheiminum.  „Página/12” er nýleg viđbót, sem fjallar ítarlega um argentínsk stjórnmál.  Buenos Aires Herald er gefiđ út á ensku og fćst víđa í landinu.  Í höfuđborginni er hćgt ađ fá blöđ á ýmsum tungumálum.  Flestar útvarps- og sjónvarpsstöđvar eru einkareknar.  Ríkiđ rekur u.ţ.b. 15 sjónvarpsstöđvar.  Fjölmiđlar hafa orđiđ málpípur stjórnvalda af og til á eftirstríđsárunum, en ćvinlega fengiđ tjáningarfrelsiđ aftur.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM