Tirana Albanía,


TIRANA
ALBANÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Tirana er höfuðborg landsins og Tiranahéraðs við Ishmána.  Hún er stærst borga landsins og miðstöð viðskipta, iðnaðar og menningarlífs landsins.  Hún er tengd hafnarborginni Durres við Adríahafið með járnbraut.  Helztu iðnaðarvörur eru vefnaður, málmvörur, skófatnaður, landbúnaðartæki og matvæli.  Tiranaháskóli var stofnaður 1957, Búnaðarskólinn 1951, Vísindaakademían 1972 og Þjóðarbókhlaðan 1922.  Meðal helzt bygginga borgarinnar er Menningarhúsið, Náttúruvísindasafnið, Frelsissafnið (sögusafn), Forngripa- og mannfræðisafnið, Flokkssafnið (í sama húsi og Verkamannaflokkurinn var stofnaður 1941; gott listasafn), og Etehem Bey moskan (frá f.hl. 19. aldar) við Skenderbegtorg.

Borgarstæðið var kallað Teheran, þegar byggð tók að myndast þar snemma á 17. öld, þegar Ottomanar ríktu.  Bærinn varð að höfuðborg landsins árið 1920.  Í síðari heimsstyrjöldinni lögðu öxulveldin hana undir sig.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var 251.000.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM