Zimbabwe íbúarnir,
Flag of Zimbabwe

Þjóðerni Trúarbrögð Aðfluttir / brottfluttir  

ZIMBABWE
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Zimbabwe skiptist í sex mismunandi landbúnaðarsvæði, allt eftir úrkomumagni.  Austurhálendið (>630 mm á ári) er hentugt til nautgriparæktunar, korn- og ávaxtaræktar.  Gróft reiknað er úrkoman á fimmtungi landsins milli miðfjallgarðsins til Harare og upp á miðlöndin 510-630 mm á ári.  Á þessu svæði er mikið ræktað af maís og tóbaki auk kvikfjárræktar.  Næstum jafnstórt svæði sunnan miðfjallgarðsins, sem nær yfir Bulawayo nýtur 400-510 mm á ári.  Það er hentugt til blandaðs búskapar með talsverðri kvikfjárrækt.  Þriðjungur landsins, fjær miðfjallgarðinum, aðallega sunnanlands, nýtur 360-460 mm á ári og er nýttur að hluta til ræktunar en mest til beitar.  Önnur svæði, einkum nyrzt við Zambezifljót, eru einungis nýtileg til beitar.

Áður en landið fékk sjálfstæði réðu hvítir landnemar mestum hluta bezta landsins og sumir þeirra bjuggu í eigin heimalandi.  Þjóðernisbarátta landsmanna beindist því kröftuglega að eignarhaldi á landi.  Eitt meginverkefna stjórnvalda að fengnu sjálfstæði var að skipta landinu upp á ný og búsetja negrafjölskyldur á fyrrum jörðum hvítra.

Lögin, sem voru samþykkt í þessu skyni, tóku ekki til óska negra um búsetu í borgum, en þær voru einungis byggðar hvítum.  Afleiðingin varð sú, að þeir búa í þéttbýlum og fjarlægum úthverfum, nokkra kílómetra frá borgarmiðjunum og eru orðnir a.m.k. fjórfalt fjölmennari en hvítir.  Landleigulögin, sem kváðu mun skírar að blöndun hvítra og svartra, tóku við af landskiptingarlögunum árið 1969 en var breytt 1977 á tímum borgarastyrjaldarinnar.  Þau gerðu svörtum kleift að kaupa land til sveita og eignir í borgum af hvítum.  Að loknum átökunum fór blandaðra byggða þegar að gæta.


ÞjóðerniRúmlega tveir þriðjungar þjóðarinnar tala shona sem fyrsta tungumál en u.þ.b. fimmtungur talar Ndebele.  Bæði tungumálin eru af bantustofni en ættkvíslir bantumanna fluttust suður til þessa hluta álfunnar fyrir rúmlega teinöld.  Ndebele-mælandi bantumenn settust að á hringlaga svæði umhverfis núverandi borgarstæði Bulawayo en shona-mælandi fólk utan þessa hrings í allar áttir, kalangamenn suðvestantil, karangamenn austantil (kringum Nyanda, fyrrum Fort Viktoría), zezururmenn norðaustantil og rozwi- og tongamenn norðantil.  Blöndun ættkvíslanna um aldir hefur gert tungumálaskilin óskýrari.

Meðal hvítra íbúa landsins, sem héldu sjálfstæðisdaginn hátíðlegan, voru afkomendur fyrstu Evrópumannanna, sem voru þá aðeins fjórðungur allra hvítu íbúanna í landinu.  Eftir síðari heimsstyrjöldina margfaldaðist fjöldi hvítra vegna innflytjenda og kringum tveir þriðjungar núverandi hvítra íbúa eru af evrópskum uppruna, langflestir frá Bretlandi.  Hinir fluttust aðallega frá Suður-Afríku.  Afríkanar eru u.þ.b. 25% hvítra manna í dreifbýlinu.  Nokkur þúsund Asíumanna stunda aðallega viðskipti.  Blandaðir Zimbabwemenn eru kallaðir „litaðir” og stunda aðallega fag- og verkamannavinnu.

Enska er opinber tunga í embættis- og stjórnkerfinu.  Kennsla í skólum fer einnig fram á enskunema hjá hinum yngstu í skólum negra.

Trúarbrögð Hinn mikli meirihluti negra heldur sig að mestu við hefðbundin trúarbrögð, sem byggjast á forfeðratrú.  Shonamenn hafa viðhaldið trúnni á spádóma, hugboð og regndansa.  Mwari er höfuðguð þeirra.  Steinrústirnar í Great Zimbabwe og í Matopohæðum eru álitnar mjög mikilvægir og áhrifamiklir helgistaðir.  Á síðari hluta 20. aldar höfðu kristniboðsstöðvar mikil áhrif í landinu og flestir ráðherrar fyrstu ríkisstjórnar landsins að sjálfstæði fengnu höfðu stundað nám í skólum krisniboðsins.  Stöðvarnar eru reknar af katólsku kirkjunni, biskupakirkjunni, meþódistum, prespyterum, baptistum og hollenzku siðbótarkirkjunni.  Katólska kirkjan sýndi þjóðernisbaráttu landsmanna stuðning í sjálfstæðisbaráttunni og naut þess í áhrifum sínum í sjálfstæðu landi.

Aðfluttir / brottfluttir.  Að- og brottflutningur hvítra manna hefur verið ráðandi um fjölda þeirra og uppruna.  Fartölur hafa verið sveiflukenndar í samræmi við stjórnmálaástandið í landinu.  Á árunum fyrir sambandsslitin milli Ródesíu og Nyasalands fluttust 13.000 hvítir menn úr landi.  Fyrstu 10 árin sjálfstæðisbaráttunnar fluttust 111.270 hvítir til landsins en 71.330 brott.  Eftir því sem vopnaskakið jókst eftir 1976 fækkaði hvítum úr 260.000 í 200.000 að sjálfstæði landsins fengnu.  Líklegt má telja, að rúmlega helmingur hvítra íbúa landsins hafi setzt að eftir 1965.

Næstum fjórðungur þjóðarinnar býr í borgum eða þéttbýli.  Nærri tveir þriðjungar þeirra annaðhvort í Harare eða Bulawayo.  Ungir og vinnufærir karlar eru í meirihluta meðal borgarnegra og eldra fólkið, konur og börn búa í dreifbýlinu.  Rúmlega helmingur negraheimila byggist á atvinnutekjum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM