Harare Zimbabwe,
Flag of Zimbabwe


HARARE
ZIMBABWE

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Harare, fyrrum Salisbury, í norðvesturnorni Zimbabwe, er höfuðborg landsins.  Hún var stofnuð 1890 á stað, þar sem landnemasveit Brezka-Suður-Afríkufélagsins nam staðar á leið sinni inn í Mashonaland.  Hún var nefnd eftir Salisbury lávarði, sem var þá forsætisráðherra Breta.  Nafnið Harare var dregið af nafni höfðingjans Nehararwe, sem bjó með þegnum sínum við rætur hæðarinnar, þar sem viðskiptahverfið er nú, þegar innrásarlið landnemanna kom og lagði landið undir sig.  Árið 1897 fékk Salisbury borgarréttingi og eftir lagningu járnbrautarinnar til Beira í Mósambík dafnaði hún sem markaðsmiðstöð og námuborg.  Iðnvæðingin á meðan síðari heimsstyrjöldin stóð yfir og eftir hana leiddi til aðstreymis fólks og fjölgunar íbúanna.  Salisbury var höfuðborg nýlendunnar Suður-Ródesíu og skammlífs sambandsríkis Ródesíu og Nyasalands (1953-63) og Ródesíu á tíma sameiginlegrar sjálfstæðisyfirlýsingar (1965-79).  Eftir að Zimbabwe varð sjálfstætt ríki 1980, varð hún höfuðborg þess undir nafninu Harare.

Borgarlandið nær yfir 559 km² svæði og borgin er nútímaleg og velskipulögð.  Þar eru háhýsi og trjáprýddar breiðgötur.  Þar eru dómkirkjur katólika og ensku biskupakirkjunnar, hollenzk siðbótarkirkja, Minningarbókasafn Viktoríu drottingar auk sérsafns, Þjóðskjalasafnið, Ríkisháskólinn (1957) og Rhodes-þjóðlistasafnið.

Harare er í 1483 m hæð yfir sjó og loftslagið er temprað og þægilegt.  Borgin er miðstöð samgangna (járnbrautir, þjóðvegir, flug).  Flugvöllurinn í grennd við nágrannabæinn Kentucky annast millilandaflug.  Borgin er einnig aðalmiðstöð iðnaðar og viðskipta í landinu.  Um hana fer mikið af afurðum landbúnaðarsvæðanna í kring, einkum er mikið flutt út af Vigriníutóbaki.  Í grennd við borgina eru einnig mikilvægar gullnámur.  Stór-Harare nær yfir íbúðarbyggðir á hálendinu og iðnaðarúthverfi Southerton, Graniteside og Workington.  Highfield er þéttbýlasta bæjarfélagið innan þessa svæðis.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1983 (Stór-Harare) var 681 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM